Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Junior frá í sex vikur
Mynd: Getty Images

Vinicius Junior var í byrjunarliði Brasilíu og lagði upp eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Kólumbíu aðfaranótt föstudags áður en hann þurfti að fara meiddur af velli á 27. mínútu.


Hann snéri aftur til Madrid í kjölfarið og fór í rannsókn sem hefur leitt í ljós slæm meiðsli á læri sem mun halda honum frá fótboltavellinum í rúma tvo mánuði.

Hann mun því missa af stórleik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM á miðvikudaginn en Argentína er á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm umferðir en Brasilía er í 5. sæti með 7 stig.

Hann mun einnig missa af endasprettinum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðið er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Þá er liðið í hörku baráttu í deildinni þar sem liðið er í 2. sæti, tveimur stigum á eftir spútníkliði Girona.

Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur í 13 leikjum fyrir Real Madrid á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner