Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Sambandsdeildinni: Albert á bekknum - Glasner skiptir út öllu liðinu
Albert er á bekknum hjá Fiorentina
Albert er á bekknum hjá Fiorentina
Mynd: EPA
Glasner gerir ellefu breytingar á liði Palace
Glasner gerir ellefu breytingar á liði Palace
Mynd: EPA
Lokaumferðin í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram klukkan 20:00 en ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace mæta KuPS frá Finnlandi og þá er Albert Guðmundsson í hópnum hjá Fiorentina sem spilar við Lausanne Sport.

Albert er á bekknum hjá Fiorentina gegn Lausanne. Fiorentina á möguleika á að komast beint í 16-liða úrslit keppninnar en það þarf sigur og treysta á úrslit úr öðrum leikjum.

Byrjunarlið Fiorentina gegn Lausanne: Martinelli; Pongracic, Pablo Marí, Viti; Kouadio, Richardson, Nicolussi Caviglia, Sohm, Kouamé; Dzeko, Piccoli.

Kjartan Már Kjartansson er ekki í hópnum hjá Aberdeen sem mætir Spörtu Prag.

Crystal Palace tekur á móti KuPS frá Finnlandi en Oliver Glasner, stjóri Palace, er með marga lykilmenn á bekknum. Hann tók ákvörðun um að skipta út öllu liðinu frá síðasta deildarleik.

Byrjunarlið Palace: Benítez, Canvot, Lerma, King, Benamar, Rodney, Devenny, Sosa, Drake-Thomas, Esse, Uche.

Guðmundur Þórarinsson byrjar hjá Noah gegn Dynamo Kiev, en armenska liðið er komið með annan fótinn í umspilið. Það er í 17. sæti með 8 stig.

Logi Tómasson byrjar hjá Samsunspor sem heimsækir Mainz. Ef Samsunspor hefur sigur gegn Mainz mun liðið fara beint í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner