Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hlusta á tilboð í Evrópuhetjuna
Mynd: EPA
Breska ríkisútvarpið segir að Tottenham sé tilbúið að hlusta á tilboð í sóknarmanninn Brennan Johnson en það er vaxandi áhugi á honum frá öðrum úrvalsdeildarfélögum.

Johnson skoraði sigurmarkið í úrslitaelik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United fyrr á árinu. Þar með lauk sautján ára bið Spurs eftir bikar.

Velski landsliðsmaðurinn var markahæsti leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með ellefu mörk en hefur aðeins byrjað sex deildarleiki undir stjórn Thomas Frank á þessu tímabili.

Johnson, sem er 24 ára, kom til Tottenham frá Nottingham Forest fyrir 47,5 milljónir punda sumarið 2023 og hefur skorað 27 mörk fyrir félagið.

Crystal Palace hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner