Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski Ofurbikarinn: Höjlund frábær og Napoli komið í úrslit
Höjlund átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði síðan seinna
Höjlund átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði síðan seinna
Mynd: EPA
Napoli 2 - 0 AC Milan
1-0 David Neres ('39 )
2-0 Rasmus Höjlund ('63 )

Napoli er komið í úrslit ítalska Ofurbikarsins eftir að hafa unnið Milan 2-0 á King Saud University-leikvanginum í Riyadh í Sádi-Arabíu í kvöld.

Brasilíski vængmaðurinn David Neres skoraði af stuttu færi á 39. mínútu eftir að Mike Maignan, markvörður Milan, varði sendingu Rasmus Höjlund út í teiginn á Neres sem skoraði.

Höjlund tvöfaldaði forystuna á 63. mínútu er hann fékk boltann vinstra megin í teignum og setti boltann á milli fóta hjá Maignan úr þröngu færi og gerði út um leikinn.

Napoli mætir Bologna eða Inter í úrslitum en þau mætast á sama leikvangi klukkan 19:00 á morgun.
Athugasemdir
banner