Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsmenn og Davíð Snorri minnast Hareide
Davíð Snorri og Age Hareide.
Davíð Snorri og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson og Hareide.
Orri Steinn Óskarsson og Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau sorglegu tíðindi bárust fyrr í kvöld að Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, væri látinn. Hann var 72 ára gamall og greindist síðasta sumar með krabbamein í heila.

Hareide stýrði íslenska landsliðinu í eitt og hálft ár - tók við í apríl 2023 - og var nálægt því að koma landsliðinu á EM. Ísland fór í umspil um laust sæti á mótinu og tapaði þar úrslitaleik gegn Úkraínu eftir að hafa slegið Ísrael úr leik.

Davíð Snorri Jónasson, sem var aðstoðarmaður Hareide með landsliðið, skrifaði til hans fallega kveðju í kvöld.

„Kæri vinur minn. Þetta er sorgardagur fyrir mig, leikmennina, starfsfólkið, fótboltann og fyrst og fremst þína fjölskyldu," skrifar Davíð.

„Fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan stóðum við saman á Wembley að fagna með strákunum okkar. Eftir leikinn sagðir þú við mig með stóra brosinu þínu: 'Davíð, lofaðu mér einu, vertu alltaf þakklátur fyrir góðu stundirnar í lífinu og fótboltanum - því þessi íþrótt gerir þig oftast brjálaðan'. Ég mun gera það sem ég lofaði þér. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, vinna með þér, öll samtölin, ráðin, ástríðuna og vináttu okkar fram á síðasta dag."

Fjölmargir landsliðsmenn minnast þá Hareide á samfélagsmiðlum sínum og þar á meðal er landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson. Hér fyrir neðan má sjá brot af minningarorðum um Hareide hjá landsliðsmönnum.


Athugasemdir
banner
banner