Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Munu leggja allt i sölurnar til að fá Semenyo
Mynd: EPA
Manchester United ætlar að gera allt til þess að klófesta ganverska vængmanninn Antoine Semenyo frá Bournemouth í janúar.

Semenyo, sem er 25 ára gamall, er með 65 milljóna punda klásúlu í samningi sínum og eru fjölmörg félög reiðubúin til að virkja hana.

Liverpool er sagt leiða kapphlaupið um Semenyo, en Lewis Steele hjá Daily Mail segir það lang líklegasta áfangastaðinn.

Telegraph segir að Man Utd ætli að leggja allt í sölurnar til að fá Semenyo.

Manchester City er einnig áhugasamt, en óvissa um framtíð Pep Guardiola hjá félaginu er ekki að hjálpa Man City í baráttunni. Guardiola er með samning hjá Man City til 2027, en ekki er víst að hann framlengi þann samning. Tottenham er einnig sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo sem verður lang heitasti bitinn í janúarglugganum.

Man Utd vildi fá Semenyo síðasta sumar en var ekki reiðubúið til að greiða 80 milljóna punda verðmiðann sem Bournemouth setti á hægri kantmanninn.

Semenyo, sem er uppalinn á Englandi, hefur komið að tíu mörkum með Bournemouth á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner