Portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves hefur hafnað nýju samningstilboði frá Al Hilal og er sagður spenntur fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þetta kemur fram í Times.
Neves er 28 ára gamall og var aðalmaðurinn hjá Wolves, þar sem hann lék í sex ár, áður en hann fór til Al Hilal árið 2023.
Samningur Portúgalans gildir út þetta tímabil en hann hafnaði á dögunum nýju samningstilboði Al Hilal.
Times segir að Neves vilji snúa aftur til Englands og er Manchester United sagt líklegast til að hreppa hann. Neves yrði hinn fullkomna lausn fyrir Ruben Amorim sem vill sækja miðjumann í janúarglugganum.
Neves á 63 A-landsleiki og eitt mark með portúgalska landsliðinu, en hann vill auka möguleika sína á að vera í hópnum fyrir HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Athugasemdir


