Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp í stórum bikarsigri
Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp
Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp
Mynd: Sparta Rotterdam
Nökkvi Þeyr Þórisson nýtti heldur betur tækifærið í byrjunarliði Spörtu Rotterdam sem vann 5-1 stórsigur á Willem II í 32-liða úrslitum hollenska bikarsins í kvöld.

Framherjinn hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Spörtu en hann fékk sénsinn í kvöld.

Hann lagði upp annað mark Spörtu sem fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn og þá gerði hann þriðja mark liðsins þegar rúmur hálftími var til leiksloka.

Nökkvi fór af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Sparta skoraði tvö mörk til viðbótar og gulltryggði farseðilinn inn í 16-liða úrslitin.

Þetta var fyrsta mark Nökkva á tímabilinu og vonandi að þessi frammistaða gefi honum fleiri mínútur í næstu leikjum, en Sparta mætir Volendam í hollensku deildinni á sunnudag áður en deildin fer í vetrarfrí.
Athugasemdir