Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Óðinn Bjarka í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en Óðinn Bjarkason er genginn í raðir félagsins frá KR.

Óðinn er 19 ára gamall kantmaður sem getur einnig spilað sem fremsti maður en hann gerði tveggja ára samning við Aftureldingu í kvöld.

Hann spilaði þrjá leiki og skoraði eitt mark með KR í Bestu deildinni á síðasta ári, en eyddi síðasta tímabili á láni hjá ÍR þar sem hann skoraði 3 mörk í 21 leik er ÍR-ingar rétt misstu af sæti í umspil um sæti í efstu deild.

„Tilfinningin er frábær að ganga til liðs við Aftureldingu. Metnaðarfullt félag með skýra sýn og spennandi verkefni sem ég hlakka til að vera partur af. Aðstaðan er frábær og hópurinn ennþá betri og liðsandinn upp á 10!

„Eldingin er með gríðarlega öflugt þjálfarateymi sem vill spila skemmtilegan fótbolta sem mér líst fáranlega vel á. Afturelding er alvöru fjölskylduklúbbur með sturluðum stuðningsmönnum sem ég hlakka mikið til að spila fyrir. Sé ykkur á vellinum!“
sagði Óðinn við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner