Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace gerðu óvænt 2-2 jafntefli við KuPS frá Finnlandi og þurfa því að fara í umspil Sambandsdeildar Evrópu. Ekkert Íslendingalið fór beint áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Oliver Glasner, stjóri Palace, skipti út öllu liðinu fyrir leikinn í kvöld, enda að stýra álagi fyrir þunga desembertörn.
Andstæðingurinn var hins vegar töluvert slakari. Christantus Uche kom Palace yfir snemma leiks en í byrjun síðari hálfleiks skoruðu gestirnir tvö mörk á þremur mínútum og óvænt komnir með forystu.
Clinton Antwi, leikmaður KuPS, sá rauða spjaldið á 72. mínútu og nokkrum mínútum síðar jöfnuðu heimamenn með marki Justin Devenny.
Palace fann ekki sigurmark og þarf því að sætta sig við að fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitin, en Palace hafnaði í 10. sæti með 10 stig.
Albert Guðmundsson spilaði tuttugu mínútur í 1-0 tapi Fiorentina gegn Lausanne. Þrátt fyrir tapið er Fiorentina komið í umspilið en liðið hafnaði í 15. sæti með 9 stig.
Logi Tómasson og félagar í Samsunspor voru í toppsæti deildarkeppninnar eftir fyrstu umferðirnar en 2-0 tap gegn Mainz í kvöld þýðir að liðið missir af sæti í 16-liða úrslitum og fer í umspilið, en Samsunspor hafnaði í 12. sæti með 10 stig.
Guðmundur Þórarinsson byrjaði hjá Noah sem tapaði fyrir Dynamo Kiev, 2-0. Noah fer í umspilið en það hafnaði í 19. sæti með 8 stig.
Breiðablik er auðvitað úr leik en það vekur athygli að fimm af sex andstæðingum Blika eru komnir áfram. Strasbourg og Shakhtar fóru beint áfram, á meðan KuPS, Lausanne, Samsunspor fóru í umspilið.
Úrslit og markaskorarar:
Celje 0 - 0 Shelbourne
Mainz 2 - 0 Samsunspor
1-0 Silvan Widmer ('44 )
2-0 Nadiem Amiri ('48 , víti)
Lausanne 1 - 0 Fiorentina
1-0 Gabriel Sigua ('59 )
Shakhtar D 0 - 0 Rijeka
Olomouc 1 - 2 Lech
0-1 Mikael Ishak ('35 )
0-2 Mikael Ishak ('45 , víti)
0-2 Mikael Ishak ('59 , Misnotað víti)
1-2 Jan Kral ('84 )
Slovan 1 - 0 Hacken
1-0 Cesar Blackman ('85 )
Rayo Vallecano 3 - 0 Drita FC
1-0 Florian Lejeune ('33 )
2-0 Gerard Gumbau ('66 )
3-0 Alfonso Espino ('83 )
Crystal Palace 2 - 2 KuPS
1-0 Christantus Uche ('5 )
1-1 Piotr Parzyszek ('50 )
1-2 Ibrahim Cisse ('53 )
2-2 Justin Devenny ('76 )
Rautt spjald: Clinton Antwi, KuPS ('73)
Strasbourg 3 - 1 Breidablik
1-0 Sebastian Nanasi ('11 )
1-1 Hoskuldur Gunnlaugsson ('37 )
2-1 Martial Godo ('80 )
3-1 Julio Enciso ('90 )
Legia 4 - 1 Lincoln
1-0 Antonio Colak ('21 )
2-0 Bartosz Kapustka ('62 )
3-0 Mileta Rajovic ('70 )
4-0 Vahan Bichakhchyan ('83 )
4-1 Tjay De Barr ('89 )
Zrinjski 1 - 1 Rapid
0-1 Louis Schaub ('11 )
1-1 ('90 )
Sparta Praha 3 - 0 Aberdeen
1-0 John Mercado ('16 )
2-0 Lukas Haraslin ('29 )
3-0 Garang Kuol ('66 )
AEK Larnaca 1 - 0 Shkendija
1-0 Karol Angielski ('83 )
Rautt spjald: Liridon Latifi, Shkendija ('53)
AEK 3 - 2 Universitatea Craiova
0-1 Stefan Baiaram ('30 )
0-2 Alexandru Cicaldau ('59 )
1-2 Domagoj Vida ('65 )
2-2 Dereck Kutesa ('90 )
3-2 Luka Jovic ('90 , víti)
Omonia 0 - 1 Rakow
0-1 Oskar Repka ('49 )
AZ 0 - 0 Jagiellonia
Rautt spjald: Afimico Pululu, Jagiellonia ('63)
Dynamo K. 2 - 0 Noah
1-0 Vladislav Kabaev ('27 )
2-0 Matvii Ponomarenko ('50 )
Shamrock 3 - 1 Hamrun Spartans
1-0 Graham Burke ('14 , víti)
1-1 N'Dri Koffi ('20 )
2-1 Danny Grant ('45 )
3-1 John Mcgovern ('90 )
Rautt spjald: Joseph Mbong, Hamrun Spartans ('27)
Athugasemdir


