Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Athletic vann C-deildarlið í framlengingu
Mynd: EPA
Athletic Bilbao þurfti að hafa fyrir hlutunum í 32-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld, en sigurmarkið kom ekki fyrr en í framlengingu leiksins.

Athletic heimsótti C-deildarlið Ourense en gestirnir voru með mikla yfirburði eins og við var að búast.

Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu í seinni hluta framlengingar þar sem Mikel Jauregizar skoraði sigurmarkið fyrir Athletic og fleytti þeim áfram í 16-liða úrslitin.

La Liga-lið Getafe datt óvænt úr leik eftir að hafa tapað fyrir B-deildarliði Burgos, 3-1. Inigo Cordoba skoraði tvö mörk á fimmtán mínútum í síðari hálfleik og skaut þannig Burgos áfram í næstu umferð.

Real Betis vann 2-0 skyldusigur á Murcia. Cucho Hernandez skoraði úr vítaspyrnu á 30. mínútu og seinna markið var sjálfsmark frá Diego del Alamo markverði Murcia.

Burgos 3 - 1 Getafe
0-1 Alex Sancris ('32 )
1-1 David Gonzalez ('45 , víti)
2-1 Inigo Cordoba ('58 )
3-1 Inigo Cordoba ('73 )
3-1 Borja Mayoral ('75 , Misnotað víti)

Ourense CF 0 - 1 Athletic
0-1 Mikel Jauregizar ('106 )

Murcia 0 - 2 Betis
0-1 Cucho Hernandez ('30 , víti)
0-2 Diego Del Alamo ('85, sjálfsmark )
Athugasemdir
banner