Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 19. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Kvenaboltinn
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir er á leið í atvinnumennsku, hún samdi við sænska félagið Häcken fyrr í þessum mánuði til þriggja ára. Agla María hefur verið mjög sigursæl á Íslandi, hefur alls unnið fimm stóra titla þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Agla María ræddi við Fótbolta.net í dag um skrefið í atvinnumennsku.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, mjög spennandi. Það hentaði vel fyrir mig að fara út á þessum tímapunkti. Þetta er topplið í sænsku deildinni og allt mjög „professional" hjá þessu félagi og ég lít klárlega á þetta sem skref upp á við," sagði Agla María.

„Ég fer út með það markmið að vera með stórt hlutverk í liðinu. Það er augljóst að það verður samkeppni um stöður en sama hvert ég hef farið þá hef ég ætlað mér að vera í stóru hlutverki. Ég ætla mér að gera það sama þarna."

Veistu hver markmiðin eru fyrir komandi tímabil? „Ég hef ekki hitt liðið ennþá en er að fara út fljótlega. Ég geri bara ráð fyrir því að það sé að vinna það sem hægt er að vinna. Þegar lið eru í toppbaráttu þá ertu ekkert að stefna á annað sætið."

„Mér leist best á þetta lið af þeim liðum sem voru í boði fyrir mig, þetta lið er í baráttunni ofarlega í töflunni, með frábæra umgjörð og þægilegt að þetta sé nálægt Íslandi."

„Ég held að það sé engin spurning að ég geti bætt mig á öllum sviðum, það er meðal annars markmiðið með því að fara út. Ég vil komast á hærra stig,"
sagði Agla María.

Hún talar einnig um landsliðið, tímabilið með Breiðabliki og Meistaradeildinni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir