Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   mið 19. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Kvenaboltinn
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir er á leið í atvinnumennsku, hún samdi við sænska félagið Häcken fyrr í þessum mánuði til þriggja ára. Agla María hefur verið mjög sigursæl á Íslandi, hefur alls unnið fimm stóra titla þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Agla María ræddi við Fótbolta.net í dag um skrefið í atvinnumennsku.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, mjög spennandi. Það hentaði vel fyrir mig að fara út á þessum tímapunkti. Þetta er topplið í sænsku deildinni og allt mjög „professional" hjá þessu félagi og ég lít klárlega á þetta sem skref upp á við," sagði Agla María.

„Ég fer út með það markmið að vera með stórt hlutverk í liðinu. Það er augljóst að það verður samkeppni um stöður en sama hvert ég hef farið þá hef ég ætlað mér að vera í stóru hlutverki. Ég ætla mér að gera það sama þarna."

Veistu hver markmiðin eru fyrir komandi tímabil? „Ég hef ekki hitt liðið ennþá en er að fara út fljótlega. Ég geri bara ráð fyrir því að það sé að vinna það sem hægt er að vinna. Þegar lið eru í toppbaráttu þá ertu ekkert að stefna á annað sætið."

„Mér leist best á þetta lið af þeim liðum sem voru í boði fyrir mig, þetta lið er í baráttunni ofarlega í töflunni, með frábæra umgjörð og þægilegt að þetta sé nálægt Íslandi."

„Ég held að það sé engin spurning að ég geti bætt mig á öllum sviðum, það er meðal annars markmiðið með því að fara út. Ég vil komast á hærra stig,"
sagði Agla María.

Hún talar einnig um landsliðið, tímabilið með Breiðabliki og Meistaradeildinni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner