Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 19. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Kvenaboltinn
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir er á leið í atvinnumennsku, hún samdi við sænska félagið Häcken fyrr í þessum mánuði til þriggja ára. Agla María hefur verið mjög sigursæl á Íslandi, hefur alls unnið fimm stóra titla þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Agla María ræddi við Fótbolta.net í dag um skrefið í atvinnumennsku.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, mjög spennandi. Það hentaði vel fyrir mig að fara út á þessum tímapunkti. Þetta er topplið í sænsku deildinni og allt mjög „professional" hjá þessu félagi og ég lít klárlega á þetta sem skref upp á við," sagði Agla María.

„Ég fer út með það markmið að vera með stórt hlutverk í liðinu. Það er augljóst að það verður samkeppni um stöður en sama hvert ég hef farið þá hef ég ætlað mér að vera í stóru hlutverki. Ég ætla mér að gera það sama þarna."

Veistu hver markmiðin eru fyrir komandi tímabil? „Ég hef ekki hitt liðið ennþá en er að fara út fljótlega. Ég geri bara ráð fyrir því að það sé að vinna það sem hægt er að vinna. Þegar lið eru í toppbaráttu þá ertu ekkert að stefna á annað sætið."

„Mér leist best á þetta lið af þeim liðum sem voru í boði fyrir mig, þetta lið er í baráttunni ofarlega í töflunni, með frábæra umgjörð og þægilegt að þetta sé nálægt Íslandi."

„Ég held að það sé engin spurning að ég geti bætt mig á öllum sviðum, það er meðal annars markmiðið með því að fara út. Ég vil komast á hærra stig,"
sagði Agla María.

Hún talar einnig um landsliðið, tímabilið með Breiðabliki og Meistaradeildinni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner