Dele Alli hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Como. Samningurinn gildir til ársins 2026 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Tæp tvö ár eru síðan hann spilaði síðast fótbolta en meiðsli og andlegir erfiðleikar hafa haldið honum frá vellinum.
Dele Alli er 28 ára enskur miðjumaður en hann þótti gríðarlegt efni á sínum tíma. Hann gekk ungur að árum til liðs við Tottenham frá MK Dons. Hann gekk síðan til liðs við Everton árið 2021 en lék aðeins 13 leiki fyrir liðið.
Hann var sendur til Besiktas á láni sumarið 2022 en lék aðeins 15 leiki fyrir tyrkneska liðið.
Hann vonast nú til að hefja nýtt upphaf hjá nýliðunum í Serie A sem eru undir stjórn Cesc Fabregas. Liðið er í 17. sæti með 19 stig eftir 20 umferðir.
It’s official! ???????? pic.twitter.com/gzhEBN1vx8
— Como1907 (@Como_1907) January 19, 2025
Athugasemdir