Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   sun 19. janúar 2025 16:40
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Langþráður sigur Union
Benedict Hollerbach skoraði eftir 56 sekúndur
Benedict Hollerbach skoraði eftir 56 sekúndur
Mynd: EPA
Union Berlin 2 - 1 Mainz
1-0 Benedict Hollerbach ('1 )
1-1 Nadiem Amiri ('5 , víti)
2-1 Robert Skov ('24 , víti)

Union Berlín vann ótrúlega langþráðan 2-1 sigur á Mainz í þýsku deildinni í dag.

Berlínarliðið hafði gengið í gegnum sinn versta kafla síðan liðið komst upp í efstu deild fyrir sex árum.

Liðið hafði tapað sjö leikjum og gert tvö jafntefli í síðustu níu leikjum og ekki unnið leik síðan í október.

Það varð breyting á því í dag. Benedict Hollerbahc kom heimamönnum yfir 56 sekúndur er hann vann boltann af varnarmanni Mainz á vinstri vængnum, keyrði inn í teiginn og lagði boltann snyrtilega í netið.

Gleðin varði ekki lengi því aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Mainz vítaspyrnu er Aljoscha Kemlein braut af sér í teignum og var það Nadiem Amiri sem tók spyrnuna og skoraði.

Union fékk nokkrar góðar tilraunir til að komast yfir á næstu mínútum en Robin Zentner, markvörður Mainz, varði vel í báðum færunum.

Eftir rúmar tuttugu mínútur fengu Union-menn vítaspyrnu er Dominik Kohr gerðist brotlegur í teignum. Danski leikmaðurinn Robert Skov fór á punktinn og skoraði.

Þegar lið hafa ekki unnið lengi og tapað mörgum leikjum kemur oft upp sú hræðsla að ná að halda út og taka sigurinn, sérstaklega þegar Union komst í forystu snemma leiks, en það heppnaðist í dag.

Langþráður sigur hjá Berlínarliðinu sem er komið upp í 12. sæti með 20 stig en Mainz áfram í 6. sæti með 28 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
9 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner