Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. febrúar 2020 15:46
Brynjar Ingi Erluson
Alfons Sampsted á leið til Bodö/Glimt
Alfons Sampsted er á leið til Noregs
Alfons Sampsted er á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt. Þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net.

Alfons, sem er 21 árs gamall, er á mála hjá sænska félaginu Norrköping en hann gekk til liðs við félagið frá Breiðablik í byrjun árs 2017.

Hann var á láni hjá Blikum seinni hluta síðasta sumar og lék 9 leiki í deild- og bikar og skoraði 1 mark.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann á leið til Bodö/Glimt í Noregi en norska félagið hefur náð samkomulagi við Norrköping um kaupverð og á aðeins eftir að semja um kaup og kjör. Alfons lék æfingaleiki með liðinu í lok janúar og ljóst að hann heillaði í þeim leikjum.

Bodö/Glimt hafnaði í 2. sæti norsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun spila í undankeppni Evrópudeildarinnar í sumar.

Alfons lék fyrstu tvo A-landsleiki sína í janúar en hann á þá 26 landsleiki fyrir U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner