Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glæstur ferill Casillas að enda
Casillas náði eftirtektarverðum árangri á ferli sínum sem markvörður.
Casillas náði eftirtektarverðum árangri á ferli sínum sem markvörður.
Mynd: Getty Images
Hanskarnir virðast vera á leið upp á hillu hjá Iker Casillas. Jorge Nuno Pinto da Costa, forseti Porto í Portúgal, segir að Casillas hafi rætt við sig um að hætta í fótbolta.

Hinn 38 ára gamli Casillas tilkynnti það síðasta mánudag að hann muni bjóða sig fram sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.

Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí síðastliðnum og hefur ekki spilað fóbolta síðan þá.

„Casillas kom til Porto og snæddi með mér hádegisverð áður en hann tilkynnti um framboð sitt. Hann sagði mér þar að hann myndi benda enda á leikmannaferil sinn," segir Pinto da Costa.

Casillas hefur ekki sagt frá því sjálfur opinberlega að hann muni hætta, en það er væntanlega bara tímaspursmál hvenær hann gerir það.

Hann var á mála hjá Real Madrid frá 1990 til 2015, en árið 2015 fór hann til Porto. Hann hefur unnið allt mögulegt, bæði með félagsliðum og spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner