Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Páll í Reyni (Staðfest) - „Mjög sáttur að koma heim"
Mynd: Reynir Sandgerði
Kristófer Páll Viðarsson er mættur aftur í Reyni Sandgerði á láni frá Grindavík.

Kristófer, sem er fæddur árið 1997, er uppalinn í Leikni F. en hann hefur einnig spilað fyrir Fylki, Selfoss og Keflavík.

Árið 2021 var hann lánaður frá Grindavík í Reyni og skoraði þá 8 mörk í 2. deildinni.

Hann fór aftur til félagsins á láni á síðasta ári en spilaði aðeins einn leik áður en hann snéri aftur til Grindavíkur.

Kristófer skoraði fimm mörk í Lengjudeildinni með Grindavík á síðasta tímabili en er nú mættur aftur í Reyni á láni.

„Ég er mjög sáttur að koma heim í Reyni. Tíminn hér var að mörgu leyti uppáhalds fótboltatímabilið mitt og ég get ekki beðið eftir að hjálpa liðinu í sínum háleitu markmiðum,“ sagði Kristófer við heimasíðu Reynis.
Athugasemdir
banner
banner
banner