Everton 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew ('66)
1-1 Amadou Onana ('84)
0-1 Jordan Ayew ('66)
1-1 Amadou Onana ('84)
Everton og Crystal Palace áttust við í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem bæði lið áttu marktilraunir án þess að skapa mikla hættu.
Everton var sterkara liðið í síðari hálfleik en gestirnir áttu góðar rispur og tóku forystuna á 66. mínútu, þegar Jordan Ayew skoraði með glæsilegu skoti utan vítateigs.
Everton jók sóknarþungan í kjölfarið og skilaði það sér með marki þegar Amadou Onana skallaði hornspyrnu í autt mark eftir að Sam Johnstone missti af boltanum.
Everton sótti áfram á lokakaflanum en tókst ekki að jafna og urðu lokatölur 1-1.
Everton er þar með komið úr fallsæti á markatölu, þar sem liðið á 20 stig eftir 25 umferðir. Luton er einnig með 20 stig en verri markatölu. Luton á þó leik til góða en hann er gegn Liverpool á Anfield.
Athugasemdir