Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   mið 19. febrúar 2025 09:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aida Kardovic til FHL (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: FHL
FHL heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í Bestu deildinni. FHL vann Lengjudeildina í fyrra og er mætt í deild þeirra bestu.

Í morgun greindi félagið frá komu Aidu Karodvic til félagsins. Hún er þriðji leikmaðurinn sem liðið fær til sín í vetur.

Aida er fjölhæfur miðjumaður sem getur líka spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum. Aida spilaði í Creighton háskólanum við góðan orðstír auk þess sem hún á 6 leiki með U19 landsliði Serbíu. Við bjóðum Aidu velkomna í FHL hópinn.

Komnar
María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki
Hope Santaniello frá Bandaríkjunum
Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi

Farnar
Emma Hawkins til Portúgals
Samantha Smith til Breiðabliks (var á láni hjá Breiðabliki)
Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar
Kristín Magdalena Barboza í Breiðablik (var á láni)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (var á láni)

Samningslausar
Hafdís Ágústsdóttir (2002)
Jaylyn Sandoval (2001)
Selena Del Carmen Salas Alonso (2000)
Alexa Ariel Bolton (2000)
Ársól Eva Birgisdóttir (1998)
Laia Arias Lopez (2000)
Kamilla Björk Ragnarsdóttir (2009)

Athugasemdir
banner
banner