Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Efnilegur Bliki á reynslu hjá Viborg
Mynd: Aðsend
Alekss Kotlevs, leikmaður Breiðabliks, hefur síðustu daga verið á reynslu hjá danska félaginu Viborg.

Hann æfði með U19 og U17 liðum félagsins og lék auk þess tvo leiki.

Alekss er fæddur 2008 og er varnarmaður. Hann kom við sögu í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins í síðasta mánuði og einnig í leik Breiðabliks gegn Fram í Lengjubikarnum í upphafi febrúar.

Alekss fór fyrr í vetur á reynslu til sænsku meistaranna í Svíþjóð og æfði þar með U17 og U19.

Hann á leiki að baki fyrir íslenska U15 landsliðið og lettneska U16. Hann kom til Breiðabliks frá Völsungi síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner