Seinni leikur Panathinaikos og Víkings í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudagskvöld í Aþenu en Víkingar unnu fyrri viðureignina í Helsinki 2-1 eins og frægt er.
Leikurinn á fimmtudag hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma en það er ekki fyrr en klukkan 22:00 að staðartíma. Ef Panathinaikos vinnur með eins marks mun verður leikurinn framlengdur og þá ráðast úrslitin ekki fyrr en þegar runninn er upp föstudagur hér í Aþenu.
Það verður því langur leikdagur fyrir leikmenn Víkings hér í Aþenu, eitthvað sem getur verið snúið í meðhöndlun. Biðin á leikdegi verður ekki lítil.
Leikurinn á fimmtudag hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma en það er ekki fyrr en klukkan 22:00 að staðartíma. Ef Panathinaikos vinnur með eins marks mun verður leikurinn framlengdur og þá ráðast úrslitin ekki fyrr en þegar runninn er upp föstudagur hér í Aþenu.
Það verður því langur leikdagur fyrir leikmenn Víkings hér í Aþenu, eitthvað sem getur verið snúið í meðhöndlun. Biðin á leikdegi verður ekki lítil.
Slóvenar sjá um að dæma
Slóvenskir dómarar sjá um dómgæsluna í leiknum á fimmtudag. Þar er í fararbroddi Rade Obrenovic sem verður aðaldómari leiksins.
Hann er 34 ára og hefur verið að dæma í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. Það er bein leið fyrir slóvenska dómara að komast á það svið á meðan landi þeirra Aleksander Ceferin situr á forsetastól UEFA.
Obrenovic fékk talsverða gagnrýni eftir að hann dæmdi 3-2 sigur Benfica gegn Mónakó í Meistaradeildinni í vetur. Hann þótti mjög spjaldaglaður, lyfti gula spjaldinu átta sinnum og því rauða einu sinni.
Hann hefur fengið einhverjar tilvísanir eftir það því næsti leikur hjá honum var í Evrópudeildinni og þar fór bara eitt gult spjald á lofti, í 2-0 sigri Roma gegn Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir