Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. mars 2021 05:55
Victor Pálsson
Þýskaland um helgina - Dortmund og Bayern í eldlínunni
Það er enn líf og fjör í toppbaráttunni í Þýskalandi en fjölmargir leikir verða spilaðir um helgina í Bundesligunni.

Bayern Munchen er með fjögurra stiga forskot fyrir leiki helgarinnar en liðið spilar við Stuttgart á heimavelli sínum í Munchen.

RB Leipzig er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Bayern, og spilar við Arminia Bielefeld á útivelli í kvöld og myndu þrjú stig gera mikið fyrir liðið.

Alfreð Finnbogason og hans menn í Augsburg geta farið langleiðina með að bjarga sér frá falli á sunnudag er liðið mætir Freiburg á útivelli. Fyrir umferðina er Augsburg átta stigum frá fallsæti.

Fjörið verður í hámarki og dagskrána í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.

föstudagur, 19. mars.

Bundesligan:
19:30 Arminia Bielefeld - RB Leipzig

laugardagur, 20. mars.

Bundesligan:
14:30 Bayern Munchen - Stuttgart
14:30 Frankfurt - Union Berlin
14:30 Köln - Dortmund
14:30 Werder Bremen - Wolfsburg
17:30 Schalke - Gladbach

sunnudagur, 21. mars.

Bundesligan:
12:30 Hoffenheim - Mainz
14:30 Hertha - Leverkusen
17:00 Freiburg - Augsburg
Athugasemdir
banner