Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Hugarburðarbolti Þáttur 13 GW12 Man City tapaði fimmta leiknum í röð!
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
   mið 19. apríl 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Túfa: Umræðan um okkur hefur bara snúist um peninga
Srdjan Tufegdzic gerir sér grein fyrir því að erfitt tímabil sé framundan.
Srdjan Tufegdzic gerir sér grein fyrir því að erfitt tímabil sé framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa ætlar sér langt sem þjálfari.
Túfa ætlar sér langt sem þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á hliðarlínunni á Akureyrarvelli.
Á hliðarlínunni á Akureyrarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Túfa kom fyrst til Íslands 2006 sem leikmaður en lagði skóna á hilluna 2012.
Túfa kom fyrst til Íslands 2006 sem leikmaður en lagði skóna á hilluna 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Túfa segir að markmiðið sé að gera KA að stöðugu úrvalsdeildarfélagi.
Túfa segir að markmiðið sé að gera KA að stöðugu úrvalsdeildarfélagi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins hann er kallaður, er þjálfari nýliða KA í Pepsi-deildinni en KA er spáð 7. sæti. Túfa kom hingað til lands upphaflega sem leikmaður í KA árið 2006.

Í viðtali við Fótbolta.net fyrir komandi tímabil segir Túfa frá aðdragandandanum að því að hann hingað til lands.

„Það kom mjög óvænt upp að ég kom til Íslands. Það var maður sem var að spila hér á Íslandi og vann sem umboðsmaður sem er frá minni heimaborg og ég hitti hann í kaffibolla í Serbíu. Hann spurði hvort ég væri til í smá ævintýri með því að fara til Íslands og ég ákvað að stökkva á það. Ég vissi ekki mikið um Ísland, bara hvar landið væri," segir Túfa.

Hann segir að það hafi verið sérstök upplifun að flytja á Akureyri en það hafi hjálpað sér að það hafi verið Serbar fyrir hjá KA.

„Helsti munurinn var sá að úti hafði ég verið í algjörri atvinnumennsku. Menn voru bara í fótboltanum en hérna var allt öðruvísi. Ég var kominn í lið þar sem menn unnu allan daginn og mættu á æfingar á kvöldin. Menn gáfu samt ekkert eftir."

Enginn krakki í KA sem ég hef ekki þjálfað
Sumarið 2007 kom upp sú hugmynd að Túfa færi að þjálfa í yngri flokkum KA. Það gekk vel þó hann hafi á þessum tíma ekki talað íslensku. Í gegnum þjálfunina fór hann að kynnast fólki og aðlagast samfélaginu betur.

„Krakkarnir voru eiginlega íslenskukennararnir mínir. Þeir voru duglegir að gera grín að því hvernig ég talaði en þetta var rosalega skemmtilegur tími. Ég fór að mennta mig í þjálfun og fór að þjálfa meira og meira. Maður var meðvitaður um að fótboltaferillinn væri að klárast," segir Túfa.

„Eins og staðan er í dag held ég að það sé enginn krakki í KA sem ég hafi ekki þjálfað á einhverjum tímapunkti."

2009 kom konan hans með honum til Íslands. „Það var test fyrir okkur að byrja að búa á Íslandi. Það gekk vel. Í dag eigum við tvo stráka og eru mjög ánægð, við erum þakklát fyrir það hvernig fólk hefur tekið okkur á Akureyri. Næstu tvö árin verðum við á Akureyri og í KA, svo sjáum við hvað gerist. Líf mitt hefur alltaf tengst fótboltanum og konan hefur verið tilbúin að fylgja mér í því. Metnaður minn er mikill og ég vil komast eins hátt og hægt er sem þjálfari. Í fótboltaheiminum veit maður aldrei hvað getur gerst."

Ánægður með að eiga vin eins og Bjarna
Þegar Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun meistaraflokks KA var Túfa boðið að verða aðstoðarþjálfari hans.

„Það var frábært tækifæri fyrir mig. Það var stutt síðan ég hætti að spila og þarna gat ég verið áfram í meistaraflokknum. Svo fékk ég að starfa með Bjarna sem hafði gríðarlega mikla reynslu. Þetta var mikilvægur punktur fyrir mig, ef ég hefði ekki fengið þetta tækifæri er ég ekki viss um að ég væri enn á Akureyri."

Með ráðningu Bjarna var markmiðið einfaldlega að koma KA aftur í efstu deild. Það gekk ekki undir hans stjórn og hann lét af störfum í ágúst 2015. Túfa var þá ráðinn út tímabilið.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að taka við af manninum sem ég hafði unnið með daglega í tvö ár. Það sem hjálpaði mér mikið var stuðningurinn sem ég fékk frá honum. Enginn hefur sýnt mér meiri stuðning síðan ég tók við en Bjarni. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir það. Það var mikilvægt fyrir mig að fá þennan stuðning frá manninum sem fór. Við heyrumst reglulega og ræðum málin. Hann getur alltaf bent mér á eitthvað. Ég er ánægður að eiga vin eins og Bjarna," segir Túfa.

Peningastimpillinn býr til meiri pressu
Markmið KA að komast aftur í deild þeirra bestu náðist loks í fyrra og segir Túfa að það hafi verið tilfinningarússibani þegar sætið var í höfn.

„Það er erfitt að útskýra þessar tilfinningar. Markmiðið var alltaf ljóst. Í rauninni hefur verið talað um það á hverju ári alveg síðan ég kom til KA að spila að markmiðið væri að komast upp. Þetta voru góðar minningar en í þessum bransa horfum við ekki til þess sem er búið. Nú ætlum við að gera KA að stöðugu úrvalsdeildarfélagi," segir Túfa.

Mikil umræða hefur verið um fjárstyrk KA-manna og öfluga bakhjarla. Þess vegna voru margir sem bjuggust við því að félagið myndi sækja enn fleiri leikmenn en það hefur gert.

„Síðustu ár hefur komið sá stimpill á okkur að allt snúist um peninga. Ég get ekki verið sammála þessu. Þessi ár sem ég hef verið þjálfari hef ég ekki séð mikið af þessum peningum. Markmið KA hefur breyst varðandi það hvernig peningarnir eru notaðir. Áherslan hefur verið lögð á að fá leikmenn sem hjálpa okkur að ná markmiðunum, það er verið að vanda sig meira í leikmannavalinu, Það er líka mikil vinna í félaginu að búa til leikmenn og við erum með sérstakan afrekshóp sem æfir á morgnana. Það talar enginn um þetta heldur bara um leikmannakaupin."

„Vissulega erum við með flotta styrktaraðila á bak við okkur, þannig virkar þetta bara í fótboltanum. En ef þú berð okkur saman við þessi félög sem við erum að fara að keppa við í sumar þá er munur."

Er þessi peningastimpill ekki að gera starf Túfa erfiðara og býr til enn meiri pressu á hann?

„Hann gerði það í fyrra. Markmið okkar var skýrt í fyrra, við ætluðum upp. Fyrir framan strákana sagði ég að markmiðið væri að vinna deildina, þeir tóku vel á móti því og við vorum allir klárir. En pressan verður meiri þegar umræðan snýst ekki bara um fótboltann. Við vorum samt klárir í pressuna."

Túfa segir að markmiðið sé að gera KA að stöðugu úrvalsdeildarfélagi og viðurkennir að það yrðu vonbrigði fyrir sig og stjórn félagsins ef það yrði í fallbaráttu í sumar. Það séu þó allir að gera sér grein fyrir því að þetta verði erfitt. Langtímamarkmið félagsins sé að berjast um Evrópusæti og titla.

Allir þekkja sitt hlutverk nákvæmlega
Fyrir síðasta tímabil fékk KA óvænta styrkingu þegar varnarmaðurinn öflugi Guðmann Þórisson kom til félagsins. Túfa segir að hann hafi reynst gríðarlega mikilvægur.

„Það er gott að hafa leikmann sem hefur unnið titilinn, orðið bikarmeistari og verið í atvinnumennsku. Við viljum fá svona menn inn í þetta, menn sem gera liðið og leikmennina í kringum sig betri. Hann er með mikla ábyrgð í liðinu og ég tel að hann eins og hinir muni stíga enn frekar upp," segir Túfa.

Annar leikmaður sem verður spennandi að sjá í sumar er hinn tvítugi sóknarleikmaður Ásgeir Sigurgeirsson. Húsvíkingurinn átti frábært tímabil í Inkasso-deildinni í fyrra.

„Við fengum Geira til okkar eftir að hann hafði verið frá í 14 mánuði vegna meiðsla, hann fór tvisvar í aðgerð. Í fyrstu var ég ekki viss um hvort við ættum að taka hann. Í fyrravetur var hann að æfa 4-5 tíma á dag til að koma sér aftur í gang. Hann er metnaðarfullur strákur sem uppsker á endanum. Hann er meðal leikmanna hjá okkur sem eru að banka á dyrnar að fara lengra en í úrvalsdeild á Íslandi."

Túfa var spurður að því hvernig fótbolta KA vildi spila í Pepsi-deildinni, nú þegar liðið er komið í efstu deild.

„Í fyrra var talað um mig sem varnarsinnaðan þjálfara. Ég er mikið að greina og eftir tímabilið fékk ég upplýsingar um að KA hefði verið í efsta sæti yfir fjölda sókna og færasköpun. Ég vill að mitt lið spili skipulagðan fótbolta, ég tel að við séum komnir með þann „strúktúr" að allir viti sitt hlutverk. Í vetur voru miklar breytingar milli leikja hjá okkur en sama hver kom inn þá vissi hann sitt hlutverk. Við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hversu langt við komumst á skipulaginu," segir Túfa.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Mamma segir 'hagaðu þér vel' en ekki 'gangi þér vel'
Hin hliðin - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA
Athugasemdir
banner
banner