Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 10. janúar
Engin úrslit úr leikjum í dag
mið 19.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magazine image

Mamma segir 'hagaðu þér' vel en ekki 'gangi þér' vel

„Hann er stór, hann er óður, hann er hrikalega góður,“ sungu stuðningsmenn Breiðabliks á sínum tíma um varnarjaxlinn öfluga Guðmann Þórisson. Lagið lýsir Guðmanni vel en hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap og látið vel til sín taka innan vallar. Guðmann hefur oft fengið sinn skammt af spjöldum en rauði liturinn á þeim hefur þó orðið sjaldgæfari eftir því sem árin líða.

,,Ég keypti mér golfsett í fyrra og á eftir að fara meira í sumar.  Það er mjög góð golf aðstaða á Akureyri.  Þetta er svo góð auglýsing fyrir því að ég hlýt að fá afslátt á vellinum í sumar.
,,Ég keypti mér golfsett í fyrra og á eftir að fara meira í sumar. Það er mjög góð golf aðstaða á Akureyri. Þetta er svo góð auglýsing fyrir því að ég hlýt að fá afslátt á vellinum í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ennþá með sama skap en ég er kannski ekki alveg jafn heimskur og ég var. Ég tuða meira eða jafn mikið en ég er orðinn gáfaðari í því hvað má segja. Ég er samt alveg jafn vitlaus í skapinu.
„Ég er ennþá með sama skap en ég er kannski ekki alveg jafn heimskur og ég var. Ég tuða meira eða jafn mikið en ég er orðinn gáfaðari í því hvað má segja. Ég er samt alveg jafn vitlaus í skapinu.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég var sloppinn einn í gegn þegar dómarinn flautaði af. Ég kallaði eitthvað sem mátti ekki kalla yfir völlinn og fékk beint rautt eftir sigurleik. Það var ekkert fagnað eftir þann leik. Hjörvar Hafliða og Bjarni Jó voru trylltir.
„Ég var sloppinn einn í gegn þegar dómarinn flautaði af. Ég kallaði eitthvað sem mátti ekki kalla yfir völlinn og fékk beint rautt eftir sigurleik. Það var ekkert fagnað eftir þann leik. Hjörvar Hafliða og Bjarni Jó voru trylltir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Costa: ,,Þetta er gaur sem gerir allt til að vinna. Hann myndi fiska mig út af á svona fimm mínútum. Ég er ekki nógu sterkur í hausnum til að spila á móti svona gaur.
Diego Costa: ,,Þetta er gaur sem gerir allt til að vinna. Hann myndi fiska mig út af á svona fimm mínútum. Ég er ekki nógu sterkur í hausnum til að spila á móti svona gaur.
Mynd/Getty Images
,,Eftir ræðuna greip markvörðurinn okkar í mig og sagði mér að þessir leikmenn hefðu beðið hann um að taka þátt í svindli fyrr um sumarið. Þá fór maður að hugsa til baka um ótrúlega mörg atriði sem gætu hafa verið eitthvað. Það voru alltaf sömu mennirnir sem voru að skíta á sig og gefa eins mörk.
,,Eftir ræðuna greip markvörðurinn okkar í mig og sagði mér að þessir leikmenn hefðu beðið hann um að taka þátt í svindli fyrr um sumarið. Þá fór maður að hugsa til baka um ótrúlega mörg atriði sem gætu hafa verið eitthvað. Það voru alltaf sömu mennirnir sem voru að skíta á sig og gefa eins mörk.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Ég hitti Matta Villa á Facebook og hann spurði mig hvort ég væri kominn með lið. Ég svaraði neitandi og hann sagði mér að bíða aðeins. Hann hringdi síðan og sagði mér að mæta á æfingu eftir tvo daga. Nokkrum dögum síðar var ég búinn að skrifa undir hjá FH. Það heillaði strax meira.
,,Ég hitti Matta Villa á Facebook og hann spurði mig hvort ég væri kominn með lið. Ég svaraði neitandi og hann sagði mér að bíða aðeins. Hann hringdi síðan og sagði mér að mæta á æfingu eftir tvo daga. Nokkrum dögum síðar var ég búinn að skrifa undir hjá FH. Það heillaði strax meira.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Ég hef sagt í djóki við strákana í KA þegar þessi dómari dæmir hjá okkur að hann sé ástæðan fyrir því að ég sé í KA. Þetta rauða spjald var algjört kjaftæði og eftir það fékk ég engar mínútur hjá FH.“
„Ég hef sagt í djóki við strákana í KA þegar þessi dómari dæmir hjá okkur að hann sé ástæðan fyrir því að ég sé í KA. Þetta rauða spjald var algjört kjaftæði og eftir það fékk ég engar mínútur hjá FH.“
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við erum báðir með alvöru skap en þetta var ekkert heiftarlegt rifrildi. Við erum fullorðnir menn. Ég var ósáttur og hann varð ósáttur út frá því að ég var ósáttur. Það var smá rifist en það var alls ekki þannig að menn væru að segja eitthvað sem þeir sjá eftir.
„Við erum báðir með alvöru skap en þetta var ekkert heiftarlegt rifrildi. Við erum fullorðnir menn. Ég var ósáttur og hann varð ósáttur út frá því að ég var ósáttur. Það var smá rifist en það var alls ekki þannig að menn væru að segja eitthvað sem þeir sjá eftir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum með hrikalega dýrt Inkasso lið. Örugglega dýrasta lið sem hefur spilað í Inkasso-deildinni. Það gekk og við rústuðum deildinni. Við erum hins vegar ekkert með rándýrt lið núna miðað við Pepsi liðin held ég.“
,,Við vorum með hrikalega dýrt Inkasso lið. Örugglega dýrasta lið sem hefur spilað í Inkasso-deildinni. Það gekk og við rústuðum deildinni. Við erum hins vegar ekkert með rándýrt lið núna miðað við Pepsi liðin held ég.“
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sáttur á Akureyri: „Ég fíla þetta í botn. Það kom mér á óvart hversu vel mér líður þarna. Auðvitað er erfitt að vera frá fjölskyldunni og félögunum en ég reyndi að kíkja í bæinn eins og ég gat.
Sáttur á Akureyri: „Ég fíla þetta í botn. Það kom mér á óvart hversu vel mér líður þarna. Auðvitað er erfitt að vera frá fjölskyldunni og félögunum en ég reyndi að kíkja í bæinn eins og ég gat.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er algjört tölvunörd. Ég get hangið einn í einhverjum leik að elta einhver dýr úti í frumskógi í marga klukkutíma.
„Ég er algjört tölvunörd. Ég get hangið einn í einhverjum leik að elta einhver dýr úti í frumskógi í marga klukkutíma.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ennþá með sama skap en ég er kannski ekki alveg jafn heimskur og ég var. Ég tuða meira eða jafn mikið en ég er orðinn gáfaðari í því hvað má segja. Ég er samt alveg jafn vitlaus í skapinu,“ segir Guðmann í viðtali við Fótbolta.net en hann fékk mörg rauð spjöld á unglingsárunum.

„Ég var mjög vitlaus. Ég var einhverntímann í banni í meistaraflokki, U23 ára liðinu og 2. flokki á sama tíma. Þá var ég að sjá rautt í leikjum og kannski hefna mín á einhverjum leikmanni sem sagði eitthvað við mig fyrir hálftíma í leiknum. Ég fékk líka mörg spjöld fyrir kjaft,“ segir Guðmann sem hefur fengið viðurnefnið Tuðmann.

„Þetta er eldgamalt nafn. Hjörvar Hafliða sagði þetta síðan einhverntímann í Pepsi mörkunum og þá sprakk þetta. Mér finnst þetta bara fyndið. Það er örugglega ekki skemmtilegt að hlusta á mig í 90 mínutur. Ég er samt farinn að passa hvað ég segi og reyni að vera ekki dónalegur. Ég er farinn að hætta að fá gul spjöld fyrir tuð.“

„Mamma hefur eiginlega aldrei sagt ‚gangi þér vel‘ fyrir leiki heldur hefur hún frekar sagt ´hagaðu þér vel‘. Það er ekkert gaman fyrir foreldra að sjá tólf ára strákinn sinn rífa kjaft við alla. Ég er sitthvor persónan innan og utan vallar og ég fíla langflesta leikmenn á Íslandi. Menn segja eitthvað inni á vellinum og svo geta þeir hist og fengið sér einn kaldan eftir leik eða eitthvað. Þetta er í lagi ef menn eru ekki að segja eitthvað persónulegt. Ef menn eru bara að rífa kjaft þá tek ég í höndina á öllum eftir leik.“


Heppinn að fótbrjóta ekki Tryggva
Guðmann segist vera heppinn að hafa ekki meitt andstæðing í upphafi meistaraflokksferilsins.

„Ég hef aldrei fengið rautt spjald þannig að ég skemmi fyrir liðinu en þegar ég var ungur var ég mjög heppinn þegar ég tók rosalega tæklingu á Tryggva Guðmunds. Þá ætlaði ég örugglega að fótbrjóta hann. Sem betur fer hitti ég hann ekki vel. Það hefði verið ömurlegt að fá þetta á ferilskránni. Ég var byrjaður að labba út af en síðan ég fékk bara gult spjald. Ég og Tryggvi höfum oft rætt um þetta síðan þá og við erum góðir félagar í dag.“

Guðmann ólst upp hjá Breiðabliki en hann spilaði á miðjunni og frammi í yngri flokkunum. Hann fór á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu fyrir Norðurlandamót og var nálægt því að vera valinn í lokahópinn sem framherji. Luka Kostic, þáverandi þjálfari U17 ára landsliðsins, ákvað eftir þetta mót að prófa að láta Guðmann spila í vörninni.

„Ég hef spilað vörn síðan þá. Þetta er allt Luka að kenna eða þakka, ég veit ekki hvort það er,“ segir Guðmann léttur. „Mér gekk strax vel í vörninni. Ég var valinn í næsta landsliðshóp sem varnarmaður og fór strax að spila sem varnarmaður með Blikunum.“

Eyðilagði rauða spjaldið framherjaferilinn?
Fyrstu leikir Guðmanns í meistaraflokki komu hins vegar í fremstu víglínu. Í einum slíkum fékk hann eftirminnilegt rautt spjald í 3-2 sigri Blika á Völsungi en Kópavogsliðið komst í 3-0 í leiknum og vann nokkuð þægilegan sigur.

„Ég var sloppinn einn í gegn þegar dómarinn flautaði af. Ég kallaði eitthvað sem mátti ekki kalla yfir völlinn og fékk beint rautt eftir sigurleik. Það var ekkert fagnað eftir þann leik. Hjörvar Hafliða og Bjarni Jó voru trylltir,“ rifjar Guðmann upp. „ Kannski væri ég target striker einhversstaðar ef ég hefði ekki fengið rautt þarna? Ég gæti samt ekki sólað mann fyrir mitt litla líf í dag. Ég veit ekki hvernig striker maður hefði orðið. Kannski svona Peter Crouch striker?“

„Ég væri ótrúlega til í að hafa hann í mínu liði en oft þegar ég horfi á hann þá væri ég til í að fara inn í sjónvarpið og tuska hann aðeins til.“
Talið berst að framherjum og Diego Costa, framherji Chelsea, kemur í umræðuna. Árið 2014 setti Guðmann eftirfarandi færslu á Twitter: „Ég gæfi án djóks ps tölvuna mína til að spila einn leik á móti Costa.“ Færslan vakti athygli enda væri gaman að sjá Guðmann og Costa kljást.

„Hann er drullugóður leikmaður. Ég væri ótrúlega til í að hafa hann í mínu liði en oft þegar ég horfi á hann þá væri ég til í að fara inn í sjónvarpið og tuska hann aðeins til. Þetta er gaur sem gerir allt til að vinna. Hann myndi fiska mig út af á svona fimm mínútum. Ég er ekki nógu sterkur í hausnum til að spila á móti svona gaur,“ segir Guðmann en hvaða fleiri leikmenn eru í uppáhaldi hjá honum?

„Sergio Ramos er minn maður. Hann er grjótharður. Hann var illa heimskur og hann getur ennþá tekið alvöru rugl þó hann sé að þroskast. Ég fíla svona skaphunda. Ég fílaði líka Materazzi í botn. Hann komst áfram á því að vera kolruglaður og vitlaus. Auðvitað er gaman að horfa á Messi og Ronaldo en ég er miklu meiri Messi maður. Ég væri líka til í að hafa Kante með mér í liði. Það er ótrúlegt hvað hann er góður.“

Liðsfélagarnir reyndu að tapa
Guðmann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku með Nybergsund í Noregi 2011 og 2012 eftir nokkur ár í meistararaflokki Breiðabliks.

„Maður hugsaði eins og allir gaurar sem fara út að þetta ætti að vera stökkpallur. Eftir 3-4 vikur úti þá reif ég vöðva í lærinu og var frá allt sumarið. Síðara árið spilaði ég 29 leiki af 30 en við vorum svo ógeðslega lélegir að það var erfitt að láta ljós sitt skína sem hafsent,“ segir Guðmann þegar hann rifjar síðara tímabilið í Noregi upp en þá féll Nybergsund úr næstefstudeild.

Eftir tímabilið vaknaði upp grunur um að fjórir liðsfélagar Guðmanns hjá Nybergsund hefðu verið að hagræða úrslitum í leikjum. Sú umræða fór af stað eftir grín sem Guðmann kom með í ræðu á lokahófi félagsins en hann var þá alveg grunlaus um mögulega hagræðingu á úrslitum.

„Liðið tapaði síðasta leiknum 6-0 en ég var í banni þar. Á lokahófinu hélt ég ræðu og sagði í algjöru gríni um nokkra leikmenn: ´Hvað ætli þeir hafa fengið borgað fyrir að tapa svona stórt?‘ Eftir ræðuna greip markvörðurinn okkar í mig og sagði mér að þessir leikmenn hefðu beðið hann um að taka þátt í svindli fyrr um sumarið. Þá fór maður að hugsa til baka um ótrúlega mörg atriði sem gætu hafa verið eitthvað. Það voru alltaf sömu mennirnir sem voru að skíta á sig og gefa eins mörk.“

Málið var skoðað að en engum leikmanni var þó refsað. „Allir leikmennirnir voru trylltir yfir þessu en það var ekki hægt að sanna neitt. Ég held að enginn af þeim sé að spila fótbolta í dag. Þeir hafa bara cashað vel út,“ segir Guðmann.

Guðmann ákvað að koma aftur til Íslands eftir dvölina hjá Nybergsund. Hann fór hins vegar ekki aftur heim í Kópavoginn.

„Ég fór á æfingu hjá Blikum og settist niður með þeim. Það heillaði mig ekki það sem þeir voru að bjóða. Ég var samt alls ekki að fara fram á bankastjóralaun. Ég hitti Matta Villa á Facebook og hann spurði mig hvort ég væri kominn með lið. Ég svaraði neitandi og hann sagði mér að bíða aðeins. Hann hringdi síðan og sagði mér að mæta á æfingu eftir tvo daga. Nokkrum dögum síðar var ég búinn að skrifa undir hjá FH. Það heillaði strax meira,“ segir Guðmann sem ákvað að reyna aftur fyrir sér í atvinnumennsku árið 2014. Þá með Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni. Sú dvöl gekk einnig brösulega.

„Ég kviðslitnaði eftir nokkrar vikur og var frá allt undirbúningstímabilið. Ég keyrði út um allt í Svíþjóð að hitta alls konar sérfræðinga. Ég spilaði á endanum einhverja 8-10 leiki en ég var í liði sem var að ströggla mikið. Þegar ég horfi til baka þá gerði ég mistök í bæði skiptin sem ég fór út með því að velja lið sem voru í neðri hlutanum. Þá er svo erfitt að skína sem hafsent. Ég horfði á varnarmennina í toppliðunum og hugsaði með mér að ég gæti léttilega verið þar. Þegar liðið þitt tapar öllum leikjum 2 eða 3-0 þá er ekki hægt að standa sig vel.“

„Ég get verið hundur í skapinu og ég hugsaði fyrir mér að það væri best fyrir alla að ég færi frekar en ég væri á bekknum og pirraður í skapinu allt sumarið.“

Guðmann snér aftur í FH fyrir sumarið 2015. Í fyrra yfirgaf hins vegar herbúðir Íslandsmeistaranna fyrir mót þegar hann gekk í raðir KA á láni. Tíðindin komu mikið á óvart enda bjuggust fáir við því að einn öflugasti varnarmaður Pepsi-deildarinnar færi í Inkasso-deildina.

„Ég var kominn á bekkinn hjá Heimi (Guðjónssyni) og Beggi (Bergsveinn Ólafsson) var að standa sig mjög vel. Ég var ekki sammála þessari ákvörðun. Mér fannst ég vera búinn að standa mig hrikalega vel áður en ég fór bekkinn og þetta var búið að vera mitt besta undirbúningstímabilið mitt. Heimir hugsaði þetta eitthvað öðruvísi. Það er erfitt vera á bekknum sem varnarmaður hjá FH því liðið fær lítið að mörkum á sig. Ég get verið hundur í skapinu og ég hugsaði fyrir mér að það væri best fyrir alla að ég færi frekar en ég væri á bekknum og pirraður í skapinu allt sumarið.“

Ekki heiftarlegt rifrildi við Heimi
Guðmann fékk rauða spjaldið í leik gegn Þrótti í Lengjubikarnum í mars í fyrra. Það reyndist síðasti leikur hans með FH. „Ég hef sagt í djóki við strákana í KA þegar þessi dómari dæmir hjá okkur að hann sé ástæðan fyrir því að ég sé í KA. Þetta rauða spjald var algjört kjaftæði og eftir það fékk ég engar mínútur hjá FH.“ segir Guðmann en hvernig var viðskilnaðurinn við FH? Lenti Guðmanni og Heimi saman?

„Við erum báðir með alvöru skap en þetta var ekkert heiftarlegt rifrildi. Við erum fullorðnir menn. Ég var ósáttur og hann varð ósáttur út frá því að ég var ósáttur. Það var smá rifist en það var alls ekki þannig að menn væru að segja eitthvað sem þeir sjá eftir,“ segir Guðmann en hann reiknar ekki með öðru en að allt sé í góðu milli hans og Heimis. „Ég hef reyndar ekkert hitt Heimi síðan þarna. Ég ætla að vona að hann knúsi kallinn þegar hann sér mig,“ sagði Guðmann brosandi en viðtalið var tekið áður en KA mætti FH á dögunum.

KA sigraði Inkasso-deildina í fyrra og Guðmann var valinn í lið ársins fyrir frammistöðu sína. Eftir tímabilið keypti KA síðan Guðmann í sínar raðir.

„Eftir sumarið hélt ég að FH myndi kannski heyra í mér og bjóða mér nýjan samning en það gerðist ekki. Þeir voru Íslandsmeistarar og þá er kannski ekki fyrsta hugsun að tala við gamlan hafsent. KA bauð mér hrikalega góðan tveggja ára samning og ég var ekki lengi að hugsa það. Ég skrifaði undir hjá KA fljótt eftir tímabilið. Ég hefði pottþétt heyrt í FH ef ég hefði beðið í nokkrar vikur.“
„Fólk getur blaðrað út í bæ. Mér er alveg drullusama og ég hlæ af því.
KA tefldi fram dýrum leikmannahópi í fyrra og mikil umræða var um það. „Fólk getur blaðrað út í bæ. Mér er alveg drullusama og ég hlæ af því. Við vorum með hrikalega dýrt Inkasso lið. Örugglega dýrasta lið sem hefur spilað í Inkasso-deildinni. Það gekk og við rústuðum deildinni. Við erum hins vegar ekkert með rándýrt lið núna miðað við Pepsi liðin held ég.“

Guðmann segist hafa fundið sérstaklega fyrir umræðunni um dýrt lið KA um mitt sumar í fyrra. „Það kom tímabil í sumar þegar við töpuðum tveimur leikjum í röð og vorum komnir niður í 2. sætið. Þá var fólk fyrst farið að böggast og koma með setningar eins og: ´Hvað er í gangi? Ætla þessir guttar bara að telja peninga og nenna ekki að hreyfa sig?‘ Það eru síðan allir vinir þegar gengur vel og þá heyrir maður ekki böggið,“ segir Guðmann en hann býr á Akureyri og kann vel við sig þar.

„Ég fíla þetta í botn. Það kom mér á óvart hversu vel mér líður þarna. Auðvitað er erfitt að vera frá fjölskyldunni og félögunum en ég reyndi að kíkja í bæinn eins og ég gat. Ég varð eftir í bænum þegar voru leikir á laugardögum til dæmis og mætti aftur á æfingar á þriðjudegi. Ég flaug mikið í fyrrasumar og var með það inni í samningnum. Það er ekki endalaust hægt og núna þarf ég að fara að keyra meira á milli. Það er bara svo leiðinlegt. Það er ekkert leiðinlegra en að keyra þarna á milli.“

Tölvuleikir og golf
Guðmann segist meðal annars spila tölvuleiki í frítíma sínum. „Ég er algjört tölvunörd. Ég get hangið einn í einhverjum leik að elta einhver dýr úti í frumskógi í marga klukkutíma. Ég er ekki þessi Counter Strike og þessi World of Warcraft gaur. Ég get heldur ekki spilað FIFA. Ég er svo ógeðslega lélegur. Það er erfitt að spila á móti félögunum því ég byrjaði ekki í þessu á sama tíma og þeir. Það er ekkert hægt að berjast við þá.“

„Þegar ég var yngri þá var ég á hjólabretti og snjóbretti og núna er ég kominn með golf dellu. Ég keypti mér golfsett í fyrra og á eftir að fara meira í sumar. Það er mjög góð golf aðstaða á Akureyri. Þetta er svo góð auglýsing fyrir því að ég hlýt að fá afslátt á vellinum í sumar,“
segir Guðmann að lokum skellir upp úr.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Túfa: Umræðan um okkur hefur bara snúist um peninga
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA
Athugasemdir
banner