Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 14:10
Elvar Geir Magnússon
Telur að Ofurdeildarfélögin vinni í dómssalnum
Þessi stuðningsmaður Tottenham er ekki hrifinn af Ofurdeildinni.
Þessi stuðningsmaður Tottenham er ekki hrifinn af Ofurdeildinni.
Mynd: Getty Images
Mark Orth, sérfræðingur í lögum varðandi íþróttamót, telur að Ofurdeildarfélögin eigi góða möguleika á því að vinna baráttu við UEFA í dómssölum ef reynt verður að koma í veg fyrir stofnun deildarinnar.

Tólf félög sem eru frá Englandi, Ítalíu og Spáni tilkynntu í gærkvöldi áætlanir um að stofna Ofurdeild sem er sett upp á móti Meistaradeildinni. UEFA og enska úrvalsdeildin berjast gegn deildinni og allt útlit fyrir að málið fari fyrir dómstóla.

UEFA hefur sagt að þeir leikmenn sem fari í Ofurdeild verði bannaður frá deildum í heimalandinu, Evrópukeppnum og landsleikjum.

„Ég tel að Ofurdeildarfélögin séu með sterkt mál í höndunum. Þeir eiga góða möguleika á því að vinna í dómssalnum. Ég tel líkurnar miklar á því að hægt sé að stofna Ofurdeild og félögin geti tekið þátt," segir Orth.

Hann nefnir sem dæmi að tveir evrópskir dómstólar hafi hafnað kröfum íþróttasambanda. Alþjóðlega skautasambandið gat til dæmis ekki bannað íþróttamönnum að taka þátt í nýjum viðburðum sem áttu að færa þeim tekjur og þá var alþjóðlega glímusambandinu bannað að koma í veg fyrir stofnun á nýrri keppni.

UEFA mun fyrst reyna að koma í veg fyrir stofnun Ofurdeildarinnar og hefur síðan hótað ákveðnum viðurlögum ef deildin verður sett á laggirnar. Orth segir í samtali við Daily Mail að hann telji að hvorug þessara áætlana UEFA muni ganga upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner