Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 14:19
Elvar Geir Magnússon
Martínez verður í banni í fyrri undanúrslitaleiknum
Emi Martínez.
Emi Martínez.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez er mikið til umræðunni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld gegn Lille í Sambandsdeildinni í gær en ekki fengið rautt.

Hann fékk fyrra gula spjaldið í fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma fyrir tafir og það síðara í vítaspyrnukeppninni fyrir að ögra áhorfendum.

Í reglubókum UEFA kemur skýrt fram að leikmaður sem fær gult spjald í miðjum leik fer inn í vítaspyrnukeppnina laus allra mála. Regla sem fáir vissu af.

Martínez var hetja Aston Villa í vítaspyrnukeppninni en verður hinsvegar í leikbanni í fyrri leiknum gegn Olympiakos í undanúrslitum þann 2. maí.

Hann fékk alls þrjú gul spjöld í 8-liða úrslitunum en fékk einnig áminningu í fyrri leiknum gegn Lille.
Athugasemdir
banner
banner
banner