Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 19. apríl 2025 20:55
Jakob Örn Heiðarsson
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var bara fagmannalega gert hjá okkur í dag. Við náðum að halda góðri einbeitingu allan leikinn og féllum ekki í þá gryfju að fara að gera hlutina sjálfir, þannig að ég er bara mjög sáttur" sagði Óskar Hrafn eftir frammistöðu sinna manna í 11-0 sigri á KÁ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Tímabilið leggst bara frábærlega í mig. Ég hlakka til hvers einasta leiks sem við spilum, í hvaða keppni sem er. Við erum auðvitað í ákveðnu umbreytingarskeiði þar sem miklar breytingar hafa orðið milli ára, og við höfum lent í smá basli með meiðsli. En heilt yfir er þetta frábær hópur þar sem allir eru að róa í sömu átt, þannig að ég hef bara mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu."

Óskar Hrafn tók við liðinu síðasta haust og er því að fara í sitt fyrsta heila tímabil með KR-ingum. Liðið er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Auk þess ræddi Óskar um unga strákana, meiðsli hjá Finni Tómasi og Ástbirni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir