
"Þetta var bara fagmannalega gert hjá okkur í dag. Við náðum að halda góðri einbeitingu allan leikinn og féllum ekki í þá gryfju að fara að gera hlutina sjálfir, þannig að ég er bara mjög sáttur" sagði Óskar Hrafn eftir frammistöðu sinna manna í 11-0 sigri á KÁ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.
Lestu um leikinn: KR 11 - 0 KÁ
"Tímabilið leggst bara frábærlega í mig. Ég hlakka til hvers einasta leiks sem við spilum, í hvaða keppni sem er. Við erum auðvitað í ákveðnu umbreytingarskeiði þar sem miklar breytingar hafa orðið milli ára, og við höfum lent í smá basli með meiðsli. En heilt yfir er þetta frábær hópur þar sem allir eru að róa í sömu átt, þannig að ég hef bara mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu."
Óskar Hrafn tók við liðinu síðasta haust og er því að fara í sitt fyrsta heila tímabil með KR-ingum. Liðið er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.
Auk þess ræddi Óskar um unga strákana, meiðsli hjá Finni Tómasi og Ástbirni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir