Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 19. apríl 2025 20:55
Jakob Örn Heiðarsson
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var bara fagmannalega gert hjá okkur í dag. Við náðum að halda góðri einbeitingu allan leikinn og féllum ekki í þá gryfju að fara að gera hlutina sjálfir, þannig að ég er bara mjög sáttur" sagði Óskar Hrafn eftir frammistöðu sinna manna í 11-0 sigri á KÁ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Tímabilið leggst bara frábærlega í mig. Ég hlakka til hvers einasta leiks sem við spilum, í hvaða keppni sem er. Við erum auðvitað í ákveðnu umbreytingarskeiði þar sem miklar breytingar hafa orðið milli ára, og við höfum lent í smá basli með meiðsli. En heilt yfir er þetta frábær hópur þar sem allir eru að róa í sömu átt, þannig að ég hef bara mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu."

Óskar Hrafn tók við liðinu síðasta haust og er því að fara í sitt fyrsta heila tímabil með KR-ingum. Liðið er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Auk þess ræddi Óskar um unga strákana, meiðsli hjá Finni Tómasi og Ástbirni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner