Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 19. apríl 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Mynd: Skjáskot
Peter Ingi Helgason Jones skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Þór þegar hann innsiglaði sigur liðsins gegn ÍR í dag. Peter er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2. flokki. Hann kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo um þremur mínútum seinna. Peter ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég sé Atla með boltann á vængnum, ég bara reyni að koma mér í eins góða stöðu til að setja boltann í netið. Boltinn kemur bara á mig og ég þakka Atla (Þór Sindrasyni) fyrir það. (Þægilegt slútt í fjærhornið), geri þetta oft, er þekktur fyrir þetta," segir Peter og hlær.

„Ég átti bara að vera duglegur og sigla þessum sigri heim. Ég var að vona að boltinn myndi detta einu sinni fyrir mig inn í teig og hann gerði það."

Peter er mikill markaskorari, hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum. Fær hann markanefið í gegnum fjölskylduna?

„Nei, ég get ekki sagt að ég fái þetta frá pabba mínum, hann var miðvörður. Ég hef alltaf skorað mörk síðan ég fór fram, spilaði áður neðar á vellinum. Svo bara gerist þetta, þetta er mikil æfing. Ég vona að ég fái fleiri mínútur í sumar, en ég þar að sýna að ég eigi það skilið," segir Peter.

Faðir Peters er Helgi Jones sem lék á sínum tíma með Þór og Fjarðabyggð. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner