Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
banner
   lau 19. apríl 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Mynd: Skjáskot
Peter Ingi Helgason Jones skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Þór þegar hann innsiglaði sigur liðsins gegn ÍR í dag. Peter er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2. flokki. Hann kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo um þremur mínútum seinna. Peter ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég sé Atla með boltann á vængnum, ég bara reyni að koma mér í eins góða stöðu til að setja boltann í netið. Boltinn kemur bara á mig og ég þakka Atla (Þór Sindrasyni) fyrir það. (Þægilegt slútt í fjærhornið), geri þetta oft, er þekktur fyrir þetta," segir Peter og hlær.

„Ég átti bara að vera duglegur og sigla þessum sigri heim. Ég var að vona að boltinn myndi detta einu sinni fyrir mig inn í teig og hann gerði það."

Peter er mikill markaskorari, hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum. Fær hann markanefið í gegnum fjölskylduna?

„Nei, ég get ekki sagt að ég fái þetta frá pabba mínum, hann var miðvörður. Ég hef alltaf skorað mörk síðan ég fór fram, spilaði áður neðar á vellinum. Svo bara gerist þetta, þetta er mikil æfing. Ég vona að ég fái fleiri mínútur í sumar, en ég þar að sýna að ég eigi það skilið," segir Peter.

Faðir Peters er Helgi Jones sem lék á sínum tíma með Þór og Fjarðabyggð. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner