De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 19. apríl 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Mynd: Skjáskot
Peter Ingi Helgason Jones skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Þór þegar hann innsiglaði sigur liðsins gegn ÍR í dag. Peter er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2. flokki. Hann kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo um þremur mínútum seinna. Peter ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég sé Atla með boltann á vængnum, ég bara reyni að koma mér í eins góða stöðu til að setja boltann í netið. Boltinn kemur bara á mig og ég þakka Atla (Þór Sindrasyni) fyrir það. (Þægilegt slútt í fjærhornið), geri þetta oft, er þekktur fyrir þetta," segir Peter og hlær.

„Ég átti bara að vera duglegur og sigla þessum sigri heim. Ég var að vona að boltinn myndi detta einu sinni fyrir mig inn í teig og hann gerði það."

Peter er mikill markaskorari, hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum. Fær hann markanefið í gegnum fjölskylduna?

„Nei, ég get ekki sagt að ég fái þetta frá pabba mínum, hann var miðvörður. Ég hef alltaf skorað mörk síðan ég fór fram, spilaði áður neðar á vellinum. Svo bara gerist þetta, þetta er mikil æfing. Ég vona að ég fái fleiri mínútur í sumar, en ég þar að sýna að ég eigi það skilið," segir Peter.

Faðir Peters er Helgi Jones sem lék á sínum tíma með Þór og Fjarðabyggð. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner