Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. maí 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo valinn leikmaður ársins á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur verið valinn sem mikilvægasti leikmaður ársins í ítalska boltanum þrátt fyrir að vera ekki markahæstur.

Ronaldo var keyptur til Juventus síðasta sumar og stóð sig með prýði á sínu fyrsta tímabili en tókst þó ekki að vinna Meistaradeildina fjórða árið í röð.

Hann er búinn að skora 21 mark og leggja 8 upp í deildinni og var hann lykilmaður í liði Juve sem rúllaði upp samkeppninni og tryggði sér sinn áttunda Ítalíumeistaratitil í röð.

Samir Handanovic hreppti nafnbótina markvörður ársins eftir annað gott ár í búrinu hjá Inter.

Kalidou Koulibaly var valinn besti varnarmaður deildarinnar. Hann spilar fyrir Napoli og er gríðarlega eftirsóttur, en félagið neitar að selja hann fyrir minna en 100 milljónir evra.

Sergej Milinkovic-Savic var valinn sem besti miðjumaðurinn, Fabio Quagliarella besti sóknarmaðurinn og Nicoló Zaniolo var efnilegastur.

Hinn 36 ára gamli Quagliarella er markahæstur með 26 mörk og 8 stoðsendingar. Ronaldo er í 3. sæti með 21 mark og 8 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner