Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 19. maí 2021 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmfríður: Viðurkenni að þetta hefur verið erfitt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir var partur af liði Selfoss sem lagði Þrótt R. að velli í ótrúlega fjörugum leik.

Lokatölur urðu 3-4 fyrir Selfoss en bæði lið fengu gríðarlegt magn færa. Selfoss er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tólf stig eftir fjórar umferðir.

„Það eina sem skiptir máli er að við kláruðum þennan leik. Þetta er algjör karakter í þessu liði, þetta er í annað skipti sem við komum til baka og vinnum leik. Ég er mjög ánægð með allt liðið," sagði Fríða að leikslokum.

„Við erum að finna þvílíka liðsheild sem var kannski ekki jafn mikið til staðar í fyrra. Það er gleði í öllum augum hérna og við erum tilbúnar til að gera allt fyrir hvora aðra."

Hólmfríður verður 37 ára í september. Henni líður eins og hún sé að komast í gang eftir fjórar fyrstu umferðirnar en viðurkennir að það sé erfitt að halda í við ungu stelpurnar.

„Ég þurfti ekki marga daga til að koma mér í leikform og mér finnst þetta vera að koma núna í fjórða leik. Ég viðurkenni alveg að fyrstu leikirnir hafa verið erfiðir. Það er erfitt að koma sér í spilform en þetta er allt að koma."
Athugasemdir
banner
banner