Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. maí 2022 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Sterkur sigur Fylkis á Fjölni - Grótta lagði HK
Lengjudeildin
Fylkismenn unnu Fjölni
Fylkismenn unnu Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vann öflugan sigur á HK
Grótta vann öflugan sigur á HK
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í Lengjudeild karla í sumar er liðið heimsótti Fylki á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld en leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna. Grótta vann HK á meðan, 2-0.

Það var tilfinningin fyrir því að Fylkir myndi skora fyrsta mark leiksins eftir að hafa byrjað leikinn af töluvert meiri krafti en Fjölnismenn og var það raunin.

Benedikt Daríus Garðarsson hljóp með boltann að vítateig Fjölnis áður en hann skaut boltanum með jörðinni og í netið. Gestirnir fundu taktinn betur eftir markið og var Guðmundur Þór Júlíusson nálægt því að jafna en skalli hans fór í stöng.

Fylkismenn komust tvívegis í dauðafæri á næstu mínútum en Nikulás Val Gunnarsson skaut yfir áður en Sigurjón Daði Harðarson varði frábærlega frá Ragnari Braga Sveinssyni.

Innan við mínútu síðar jafnaði Hákon Ingi Jónsson gegn sínum gömlu félögum með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri.

Undir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn vítaspyrnu sem Nikulás Val Gunnarsson skoraði úr áður en Hallur Húni Þorsteinsson stangaði hornspyrnu Daða Ólafssonar í netið. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Fylki.

Fylkismenn bættu við fjórða mínútu í upphafi síðari hálfleiks og var þar að verki Ásgeir Eyþórsson eftir darraðans í teignum.

Þegar fimm mínútu voru eftir af leiknum skoraði Ómar Björn Stefánsson fimmta mark Fylkis en hann hafði komið inná sem varamaður stuttu áður.

Fjölnismenn fengu sárabótarmark undir lokin er Orri Sveinn Stefánsson braut á Reyni Haraldssyni innan teigs. Hákon Ingi skoraði úr vítinu.

Rétt áður en flautað var til leiksloka fékk Hans Viktor Guðmundsson rauða spjaldið. Hann reif niður Ómar Björn sem var að sleppa í gegn og réttilega vísað af velli en algjört óþarfabrot á þessum tímapunkti. Lokatölur 5-2 fyrir Fylki sem er fyrsta liðið til að vinna Fjölni í sumar.

Fylkir fer á toppinn með 7 stig en Fjölni er í 3. sæti með 6 stig.

Góður sigur HK

HK-ingar unnu Gróttu 2-0 í Kórnum. HK-ingar voru ívið betri í fyrri hálfleiknum en áttu í erfiðleikum með að ná úrslitasendingunni.

Grótta bætti aðeins í sóknarleik sinn í síðari hálfleiknum og var það Sigurbergur Áki Jörundsson sem gerði opnunarmarkið á 75. mínútu eftir fyrirgjöf Luke Morgan.

Kjartan Kári Halldórsson skoraði annað mark Gróttu undir lok leiksins og gerði út um leikinn. Frábær frammistaða í vörn liðsins í fyrri hálfleiknum og svo keyrðu gestirnir á sigurinn í þeim síðari.

Grótta er með 6 stig í 2. sæti en HK er í 6. sæti með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fylkir 5 - 2 Fjölnir
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('14 )
1-1 Hákon Ingi Jónsson ('38 )
2-1 Nikulás Val Gunnarsson ('41 , víti)
3-1 Hallur Húni Þorsteinsson ('45 )
4-1 Ásgeir Eyþórsson ('46 )
5-1 Ómar Björn Stefánsson ('85 )
5-2 Hákon Ingi Jónsson ('90 )
Rautt spjald: Hans Viktor Guðmundsson , Fjölnir ('90) Lestu um leikinn

Grótta 2 - 0 HK
1-0 Sigurbergur Áki Jörundsson ('72 )
2-0 Kjartan Kári Halldórsson ('88 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner