Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
McClaren og Van der Gaag kynntir á næstu dögum
Steve McClaren
Steve McClaren
Mynd: Getty Images
Það er von á yfirlýsingu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United á næstu dögum en þar verða þeir Steve McClaren og Mitchell van der Gaag kynntir inn í þjálfarateymi liðsins.

Man Utd gekk frá ráðningu á nýjum stjóra í síðasta mánuði er Erik ten Hag var kynntur en hann tekur við keflinu af Ralf Rangnick á næstu dögum.

Ten Hag var skýr með það hverjir myndu koma inn í teymið en hann vildi fá Van der Gaag, aðstoðarmann hans hjá AJax og McClaren.

United var í fyrstu ekki reiðubúið að gefa grænt ljós á McClaren en nú er ljóst að hann kemur inn í teymið.

McClaren var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá United frá 1999 til 2001 áður en hann tók við Middlesbrough.

Fabrizio Romano segir á Twitter að United sendi frá sér yfirlýsingu á næstu dögum og kynni þá tvo inn í teymið.


Athugasemdir
banner
banner