Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Þessi íþrótt snýst um árangur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag var kátur eftir 0-2 sigur Manchester United á útivelli gegn Brighton í lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins sem fór fram í dag.

Staðan var markalaus stærsta hluta leiks en Rauðu djöflarnir skoruðu tvö í síðari hálfleik til að tryggja sér sigurinn, þar sem Diogo Dalot og Rasmus Höjlund sáu um markaskorunina.

„Við vorum ekki með 100% stjórn í fyrri hálfleik, Brighton fékk nokkur færi og skapaði usla, en við vorum betri í síðari hálfleik. Við breyttum nokkrum hlutum í leikhlé og náðum meiri stjórn á leiknum fyrir vikið. Við vörðumst betur, pressuðum betur, héldum boltanum betur og fundum betri sendingar," sagði Ten Hag.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil en þegar allt kemur til alls þá gekk okkur ekki nógu vel. Þessi íþrótt snýst um árangur, þessi leikur snýst um titla. Núna eigum við gott tækifæri á að vinna mikilvægan titil í lokaleik tímabilsins og það er markmiðið okkar."

Man Utd hefur glímt við ótrúlega mikil meiðslavandræði á tímabilinu og þá sérstaklega í varnarlínunni.

„Við gátum nánast aldrei spilað með sömu varnarlínu á tímabilinu þar sem leikmenn voru sífellt að meiðast. Það hafði mikil áhrif á tímabilið okkar en núna eru leikmenn að koma til baka úr meiðslum. Þeir þrá að spila fótbolta eftir löng og erfið meiðsli og við höfum eina viku til að undirbúa þá fyrir úrslitaleikinn.

„Við erum fullir tilhlökkunnar fyrir þessum úrslitaleik. Þetta er risastór leikur og það vilja allir lyfta þessum bikar."

Athugasemdir
banner
banner
banner