Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 19. maí 2024 12:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbolldirekt.se 
Útskýrir af hverju Ísak Andri spilar ekki meira
Ísak Andri Sigurgeirsson
Ísak Andri Sigurgeirsson
Mynd: Guðmundur Svansson

Ísak Andri Sigurgeirsson hefur ekki verið í byrjunarliði Norrköping í neinum leik í upphafi tímabilsins í Svíþjóð. Hann hefur komið við sögu í fjórum af níu leikjum liðsins.


Andreas Alm þjálfari liðsins ræddi ástæðu þess í sænskum fjölmiðlum.

„Sjáðu hvernig við höfum verið að spila í síðustu fimm leikjum. Ég myndi þurfa að taka Arnór Ingva, Christoffer Nyman eða Tim Prica úr liðinu ef Ísak á að byrja. Tim skorar sín mörk, Nyman leggur hart að sér og er snjall í því sem hann gerir. Arnór hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum semmiðjumaður," sagði Andreas Alm í samtali við NT sport.

Þá sagði Alm að hann væri ánægður með framfarir Ísaks á æfingum en hugarfar hans hafi ekki verið nægilega gott í upphafi tímabils en sé að lagast.

Ísak gekk til liðs við Norrköping frá Stjörnunni í júlí á síðasta ári og kom við sögu í 11 leikjum, skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner