Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 19. júní 2023 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilboð erlendis frá í markahæsta leikmann Bestu
Marki fagnað.
Marki fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur borist tilboð erlendis frá í Stefán Inga Sigurðarson leikmann Breiðabliks.

Stefán er jafnmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með átta mörk líkt og Tryggvi Hrafn Haraldsson.

Uppfært 10:58: Breiðablik hefur staðfest að félagið hefur fengið tilboð í Stefán Inga.

„Það er komið tilboð í hann, erum að kasta fram og til baka og erum í viðræðum," sagði Ólafur Kristjánsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki, við Fótbolta.net í dag.

Stefán er kominn með átta mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni og eitt mark í þremur bikarleikjum.

Hann er 22 ára sóknarmaður sem útskrifaðist frá Boston College í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner