Sigurbjörn Hreiðarsson spilandi aðstoðarþjálfari Hauka var ekki ánægður eftir leik sinna manna í kvöld. 1-2 tap á heimavelli gegn Þrótti staðreynd og einungis einn sigur úr síðustu þremur leikjum hjá Haukum staðreynd.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 2 Þróttur R.
,,Þetta var ekki nógu gott. Þeir fara þrisvar fram og skora tvö mörk. Við sofum á verðinum og erum ekki nógu beittir. Erum með boltann langtímum saman en náum ekki að brjóta þá á bak aftur. Við vorum ekki nógu góðir í dag," sagði Sigurbjörn.
Haukar fara í næstu umferð til Grindavíkur og mæta þar liðinu sem er í sæti fyrir ofan þá. Með sigri þar geta Haukra komist uppfyrir Grindvíkinga sem töpuðu í kvöld.
,,Það er bara eins og það er. Það er alltaf næsti leikur. Það þýðir ekkert að staldra of mikið við þennan leik of lengi. Við þurfum bara að læra af þessu, eða reyna það. Eins og eftir hvern einasta tap leik og koma tvíefldir til leiks í næsta leik. Það er okkar markmið. Við eigum auðvitað ekki að tapa svona leik," sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir