Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júlí 2021 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Elliott gæti fengið stærra hlutverk hjá Liverpool
Harvey Elliott
Harvey Elliott
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Harvey Elliott fær væntanlega stærra hlutverk hjá Liverpool á næsta tímabili en Jürgen Klopp, stjóri félagsins, ræddi um leikmanninn í viðtali við heimasíðu Liverpool.

Elliott var fenginn til Liverpool frá Fulham fyrir tveimur árum og var hann þá aðeins 16 ára gamall.

Hann fékk smjörþefinn með aðalliðinu tímabilið á eftir en var á láni hjá Blackburn Rovers í B-deildinni á síðustu leiktíð.

Elliott tók miklum framförum hjá Blackburn og er Klopp ánægður með þau skref sem hann hefur tekið.

„Harvey tók skref. Hann er í virkilega góðu formi og er á fullu að æfa með okkur núna," sagði Klopp.

„Það er hægt að sjá að það gekk mjög vel hjá honum á síðasta ári og núna tökum við næstu skref saman," sagði hann ennfremur,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner