Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Emir Dokara snýr aftur í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Emir Dokara er kominn í Víking Ólafsvík að nýju en hann lék með liðinu við góðan orðstír frá 2011-2020.

Hann á þrjú tímabil með liðinu í efstu deild; 2013, 2016 og 2017.

Sumarið 2021 lék hann með Selfossi í Lengjudeildinni en hefur síðustu ár leikið í neðri deildum Þýskalands með liði FV Neuthard.

Dokara býr yfir mikilli reynslu en hann er 37 ára.

Hann á að hjálpa Ólsurum í æsispennandi toppbaráttu 2. deildar. Þar er liðið í þriðja sæti en það eru bara tvö stig upp í KFA sem er í öðru sæti.

Víkingur Ólafsvík mætir einmitt KFA í stórleik á Ólafsvíkurvelli á sunnudag klukkan 12.

2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 20 15 2 3 46 - 24 +22 47
2.    Völsungur 20 12 3 5 40 - 24 +16 39
3.    Þróttur V. 20 12 2 6 53 - 31 +22 38
4.    Víkingur Ó. 20 11 5 4 45 - 27 +18 38
5.    KFA 20 10 2 8 46 - 37 +9 32
6.    Haukar 20 8 3 9 35 - 38 -3 27
7.    Höttur/Huginn 20 8 3 9 37 - 45 -8 27
8.    Ægir 20 6 5 9 25 - 31 -6 23
9.    KFG 20 5 5 10 35 - 39 -4 20
10.    Kormákur/Hvöt 20 5 4 11 17 - 36 -19 19
11.    KF 20 5 3 12 23 - 42 -19 18
12.    Reynir S. 20 3 3 14 24 - 52 -28 12
Athugasemdir
banner
banner