Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, segir frá því á Twitter að hópur af ungum HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sínar því þær voru í Breiðabliks treyjum.
Það var hiti í stúkunni á Kópavogsslagnum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks.
Ísak, sem var ekki með í leiknum en hann er að jafna sig eftir höfuðhögg, segir að öll virðing sín fyrir HK-ingum „sé í skítnum".
Líklegt verður að teljast að eftirmálar verði vegna hegðunar einhverra áhorfenda á leiknum,
Breiðablik vann 1-0 sigur gegn HK og mætir Víkingi í undanúrslitum um næstu mánaðamót.
Þess má geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali við RÚV fyrir leik að hann búist við því að Ísak verði orðinn leikfær á mánudag þegar Blikar leika gegn Fram í Bestu deildinni.
Það var hiti í stúkunni á Kópavogsslagnum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks.
Ísak, sem var ekki með í leiknum en hann er að jafna sig eftir höfuðhögg, segir að öll virðing sín fyrir HK-ingum „sé í skítnum".
Líklegt verður að teljast að eftirmálar verði vegna hegðunar einhverra áhorfenda á leiknum,
Breiðablik vann 1-0 sigur gegn HK og mætir Víkingi í undanúrslitum um næstu mánaðamót.
Þess má geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali við RÚV fyrir leik að hann búist við því að Ísak verði orðinn leikfær á mánudag þegar Blikar leika gegn Fram í Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: HK 0 - 1 Breiðablik
Allt respect fyrir HK-ingum í skítnum eftir að hopur af strákum réðust á 7 ára systur mínar og spörkuðu í þær af því þær voru í Breiðablik treyjum🤬vona að @HK_Kopavogur rifi sig í gang varðandi stuðningsmenn!!
— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) August 19, 2022
Athugasemdir