Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Zidane ósattur: Það vantaði alla ákefð
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, var allt annað en sáttur eftir 3-0 tap liðsins gegn PSG í Meistaradeildinni í gær. Real Madrid hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Þeir voru klárlega betri en við í öllum stöðum. Sérstaklega á miðjunni. Það sem pirrar mig mest er að við sýndum ekki nægilega mikla ákefð í leiknum og þegar þú ert í svona leik þá er það ekki hægt," sagði ZIdane.

„Þeir eru góðir í að skapa færi og það er ekki eitthvað sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af er að það vantaði ákefð."

„ Að ná ekki að skapa alvöru færi með leikmennina sem við höfum frammi, Gareth Bale, Karim Benzema og Eden Hazard, það er furðuleg tilfinning."

„Þú getur spilað illa en þú verður að sýna ákefð. Ef þú nærð að berjast um boltann þá ertu inn i leiknum."

Athugasemdir
banner
banner