Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. september 2020 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Gibbs biðst afsökunar fyrir heimskulegan brottrekstur
Mynd: Getty Images
Kieran Gibbs gerðist sekur um heimskuleg mistök í 5-2 tapi West Bromwich Albion gegn Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gibbs lét reka sig af velli skömmu fyrir leikhlé þegar hann setti hendi sína framan í James Rodriguez, sem lét sig falla til jarðar með tilþrifum. Gibbs var pirraður út í James fyrir að hlaupa utan í sig.

West Brom jafnaði í upphafi síðari hálfleiks en tíu leikmenn nýliðanna réðu ekki við öfluga lærisveina Carlo Ancelotti sem gerðu út af við leikinn á næsta stundarfjórðungi.

„Ég tek fulla ábyrgð fyrir leiknum í dag. Ég brást liðinu og stuðningsmönnum með heimskulegum viðbrögðum í hita leiksins. Ég hef alltaf reynt að spila leikinn með íþróttamennsku að leiðarljósi og þetta mun ekki koma fyrir aftur. Ég átti ekki að bregðast við og vill biðjast afsökunar fyrir það," skrifaði Gibbs á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner