Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 19. september 2020 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hoever frá Liverpool til Wolves (Staðfest)
Liverpool og Wolves hafa gengið frá félagaskiptum Hollendingsins Ki-Jana Hoever frá Liverpool til Wolves.

Hoever er 18 ára varnarmaður sem hafði fengið tækifæri í bikarleikjum með Liverpool.

Wolves greiðir samtasl um 13,5 milljón punda fyrir varnarmanninn. Hoever er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Wolves.

Wolves mætir Manchester City á mánudagskvöld. Diogo Jota mun fara í hina áttina, frá Wolves til Liverpool, en þau félagaskipti eru á lokastigi.


Athugasemdir
banner