Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   sun 19. september 2021 15:23
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið FH og Breiðabliks: Atli Gunnar í markinu hjá FH
Atli Gunnar kemur í markið
Atli Gunnar kemur í markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Breiðablik eigast við kl. 16:15 í Kaplakrika. Leikur sem getur ef önnur úrslit falla með Blikum, tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn.

FH eru á góðu róli í síðustu leikjum. Hafa unnið 5 af síðustu 6. Þeir hafa þó ekki að miklu að keppa, eru í 6 sæti deildarinnar og verða þar. Þeir vilja væntanlega þó koma í veg fyrir að Blikar fagni titlinum í dag með því að sigra þá.

Smelltu hér fyrir beina textalýsingu frá leiknum

Ólafur Jóhannesson gerir eina breytingu vegna leikbanns Gunnar Nielsen sem fékk rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni. Atli Gunnar Guðmundsson kemur í markið.

Óskar Hrafn gerir enga breytingu á sínu liði. Afhverju að breyta þegar vel gengur?

Byrjunarlið FH:
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
18. Ólafur Guðmundsson
22. Oliver Heiðarsson
32. Atli Gunnar Guðmundsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
Athugasemdir
banner