Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 19. september 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava að skipta um lið? - „Væri alveg til í að fá almennilega útskýringu"
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög spenntar fyrir þessu verkefni," segir sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona, fyrir komandi leikjum gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Þetta eru fyrstu leikirnir í nýrri keppni en þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltanum. Fyrirkomulagið er flókið og það er erfitt fyrir leikmennina að skilja það.

„Ekki ég allavega," sagði Svava og hló er hún var spurð um það hvort hún væri búin að átta sig á fyrirkomulaginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við tökum einn leik í einu og við sjáum hvað gerist úr því."

Engar útskýringar
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi. Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," segir Svava.

„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því í morgun að Svava væri að ganga í raðir Benfica í Portúgal.

„Það verður bara að koma í ljós held ég. Það eru einhverja viðræður í gangi en það verður bara að koma í ljós. Ef að eitthvað flott lið kemur þá mun ég skoða það."

„Ég var að spila í Brann í fyrra og spilaði alla leikina þar. Ég tók þá ákvörðun að fara þaðan því ég vildi fara í eitthvað stærra. Ég vil taka sénsinn á meðan hann er til staðar og ég sé ekkert eftir því að hafa skrifað undir hjá Gotham. Svo heppnast þetta stundum og stundum gerist það ekki."

Hún segir það gott að koma aftur til móts við landsliðið. „Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og það gefur manni 'boost' áfram," segir Svava en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir