Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 19. september 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava að skipta um lið? - „Væri alveg til í að fá almennilega útskýringu"
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög spenntar fyrir þessu verkefni," segir sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona, fyrir komandi leikjum gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Þetta eru fyrstu leikirnir í nýrri keppni en þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltanum. Fyrirkomulagið er flókið og það er erfitt fyrir leikmennina að skilja það.

„Ekki ég allavega," sagði Svava og hló er hún var spurð um það hvort hún væri búin að átta sig á fyrirkomulaginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við tökum einn leik í einu og við sjáum hvað gerist úr því."

Engar útskýringar
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi. Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," segir Svava.

„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því í morgun að Svava væri að ganga í raðir Benfica í Portúgal.

„Það verður bara að koma í ljós held ég. Það eru einhverja viðræður í gangi en það verður bara að koma í ljós. Ef að eitthvað flott lið kemur þá mun ég skoða það."

„Ég var að spila í Brann í fyrra og spilaði alla leikina þar. Ég tók þá ákvörðun að fara þaðan því ég vildi fara í eitthvað stærra. Ég vil taka sénsinn á meðan hann er til staðar og ég sé ekkert eftir því að hafa skrifað undir hjá Gotham. Svo heppnast þetta stundum og stundum gerist það ekki."

Hún segir það gott að koma aftur til móts við landsliðið. „Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og það gefur manni 'boost' áfram," segir Svava en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner