Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   þri 19. september 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava að skipta um lið? - „Væri alveg til í að fá almennilega útskýringu"
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög spenntar fyrir þessu verkefni," segir sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona, fyrir komandi leikjum gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Þetta eru fyrstu leikirnir í nýrri keppni en þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltanum. Fyrirkomulagið er flókið og það er erfitt fyrir leikmennina að skilja það.

„Ekki ég allavega," sagði Svava og hló er hún var spurð um það hvort hún væri búin að átta sig á fyrirkomulaginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við tökum einn leik í einu og við sjáum hvað gerist úr því."

Engar útskýringar
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi. Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," segir Svava.

„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því í morgun að Svava væri að ganga í raðir Benfica í Portúgal.

„Það verður bara að koma í ljós held ég. Það eru einhverja viðræður í gangi en það verður bara að koma í ljós. Ef að eitthvað flott lið kemur þá mun ég skoða það."

„Ég var að spila í Brann í fyrra og spilaði alla leikina þar. Ég tók þá ákvörðun að fara þaðan því ég vildi fara í eitthvað stærra. Ég vil taka sénsinn á meðan hann er til staðar og ég sé ekkert eftir því að hafa skrifað undir hjá Gotham. Svo heppnast þetta stundum og stundum gerist það ekki."

Hún segir það gott að koma aftur til móts við landsliðið. „Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og það gefur manni 'boost' áfram," segir Svava en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner