Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 19. september 2024 23:03
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við bara vera frábærir í leiknum. Ótrúlega frústrerandi þetta fyrsta mark, við missum helvíti snöggan Hrannar inn fyrir okkur og við vorum búnir að fara vel yfir það að þeir leita mikið að honum. Hann leggur svo boltan út í teiginn á Aron og eftir eina mínútu eru þeir búnir að skora eins og við töluðum um að þeir myndu gera." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Aftureldingu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

„Við herjum á þá og loksins náum við inn þessu marki til þess að jafna. Ég er mjög svekktur með mark númer 2, Elmar leitar alltaf á vinstri og við hleypum honum á vinstri fótinn inn í teig og hann nær að negla honum í innanverða stöngina. Svo fáum við færi sem er svona xG upp á 0,90 fyrir opnu marki. Við skjótum í utanverða stöngina og framhjá til þess að jafna 2-2. Svo fáum við í andlitið á 90. mínút. Ég bara skil ekki að þessi leikur hafi farið 3-1, við vorum svo miklu betri aðilinn í leiknum, en það þýðir ekki að grenja yfir því. Halldór heldur okkur á lífi með því að verja vítið. 3-1, tveggja marka forysta og 90 mínútur eftir í Dalhúsum, þeir eiga eftir að koma þangað. Við snúum þessu þar."

Fjölnismenn eru ennþá inn í þessu einvígi. Það er heimaleikur hjá þeim eftir og þeir eru tveimur mörkum undir. Mark hjá þeim snemma leiks myndi búa til mikla spennu.

„Ef við spilum annan svona leik eins og við gerðum hérna á þeirra heimavelli. Þar sem við yfirspiluðum þá allan leikinn, ef við gerum það upp í Dalhúsum og nýtum þessi færi. Þetta er bara saga sumarsins að við nýtum ekki færin okkar, ef við myndum nýta færin okkar eins og menn þá værum við búnir að vinna þessa deild fyrir svona mánuði síðan. Það eina sem vantar er að vera klínískari, klára þessi færi og þá bara slátrum við þeim í Dalhúsum."

Athugavert atriði gerist í blálok leiksins þar sem Elmar Kári fær sitt annað gula spjald. Elmar sagði í viðtali eftir leik að hann hafi ekki verið að reyna að láta reka sig út af en það eru ekki allir sem trúa því.

„Þetta gerðist bara beint fyrir framan mig. Hann er náttúrulega búinn að fá gult spjald sem er fjórða gula spjaldið hans í sumar. Út af þessum fáránlegu reglum að þú takir með þér spjöldin úr deildinni inn í umspilið, fáránlegar reglur. Þá er hann í banni í úrlsitaleiknum því það er ekki dæmt fyrr en á þriðjudaginn. Þá keyrði hann bara í bakið á Reyni, bara mjög harkalega, heppinn að fá ekki beint rautt. Hann nær sér í seinna gula, fær þá rautt og þá er hann í banni á móti okkur í seinni leiknum, en er þá ekki í banni í úrslitaleiknum ef þeir komast þangað. Menn voru bara ósáttir með hvað hann fór ljótt aftan í hann, svo er bara mikið undir og mikill hiti."

Úlfur hafði svo skilaboð til stuðningsmann í lokin þar sem hann biðlaði til þeirra að mæta á leikinn á mánudaginn og styðja liðið.

„Við þurfum að fá Fjölnis fólk á völlinn, það er bara að hætta fyrr í vinnunni og mæta dýrvitlaus og öskra okkur áfram. Við þurfum á ykkur að halda. Þetta er bara tveggja marka forysta, þeir henda öðrum af tveim bestu mönnunum sínum í bann viljandi vegna þess að þeir halda að þetta sé komið. Þetta er alls ekki komið, við erum að fara taka þá í Dalhúsum og við þurfum fólkið okkar með okkur, til að hjálpa okkur í þessu og fagna með okkur, og hjálpa okkur að komast á Laugardalsvöll."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner