Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 08. júní 2025 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
PSG ætlar í viðræður við eftirsóttasta markvörð Evrópu
Donnarumma hefur spilað 154 leiki á fjórum árum hjá PSG.
Donnarumma hefur spilað 154 leiki á fjórum árum hjá PSG.
Mynd: EPA
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma er eftirsóttur af öllum stærstu félögum Evrópu sem fylgjast náið með þróun samningsmála hans hjá PSG.

Donnarumma, sem verður 27 ára í sumar, er af mörgum talinn vera einn af allra bestu markvörðum heims í dag og er hann aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Frakklandsmeistarana.

PSG vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni um síðustu mánaðamót og átti Donnarumma stóran þátt í að koma liðinu í úrslitaleikinn.

Real Madrid, Inter, Juventus og FC Bayern hafa öll verið orðuð við Donnarumma en Sky Sports greinir einnig frá áhuga Manchester United og Manchester City.

PSG hefur því ákveðið að hefja samningsviðræður við markvörðinn sinn sem fyrst, samkvæmt L'Equipe.
Athugasemdir