Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 08. júní 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi: Erum að taka inn fullt af upplýsingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Norður-Írlands þar sem Strákarnir okkar eiga vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið.

Strákarnir stóðu sig vel í æfingaleik gegn Skotlandi fyrir helgi sem þeir sigruðu 1-3 og er Arnór Ingvi Traustason sáttur með frammistöðu liðsins.

„Það var margt mjög jákvætt í þessu, ég er ánægður með hvernig við framkvæmdum hlutina sem var búið að fara yfir," sagði Arnór Ingvi í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þar sem mikið er um áherslubreytingar. Það getur tekið tíma fyrir Strákana að venjast leikstílnum sem Arnar vill láta landsliðið spila.

„Við erum að taka inn fullt af upplýsingum og höfum sýnt góðar framfarir á stuttum tíma, en við getum gert ennþá betur."

Ísland er í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan í undankeppni HM. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Aserbaídsjan í september.

„Mér finnst við eiga mjög góða möguleika á að komast á HM. Við mætum mjög sterkum andstæðingum og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að sigra fyrsta leikinn."

Restina af viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner