Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 08. júní 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi: Erum að taka inn fullt af upplýsingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Norður-Írlands þar sem Strákarnir okkar eiga vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið.

Strákarnir stóðu sig vel í æfingaleik gegn Skotlandi fyrir helgi sem þeir sigruðu 1-3 og er Arnór Ingvi Traustason sáttur með frammistöðu liðsins.

„Það var margt mjög jákvætt í þessu, ég er ánægður með hvernig við framkvæmdum hlutina sem var búið að fara yfir," sagði Arnór Ingvi í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þar sem mikið er um áherslubreytingar. Það getur tekið tíma fyrir Strákana að venjast leikstílnum sem Arnar vill láta landsliðið spila.

„Við erum að taka inn fullt af upplýsingum og höfum sýnt góðar framfarir á stuttum tíma, en við getum gert ennþá betur."

Ísland er í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan í undankeppni HM. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Aserbaídsjan í september.

„Mér finnst við eiga mjög góða möguleika á að komast á HM. Við mætum mjög sterkum andstæðingum og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að sigra fyrsta leikinn."

Restina af viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner