Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   lau 19. október 2019 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: 9. sætið tveimur stigum frá toppnum eftir sigur Dortmund
Borussia D. 1 - 0 Borussia M.
1-0 Marco Reus ('58 )

Borussia Dortmund mætti Borussia Mönchengladbach í lokaleik dagsins í þýsku Bundesliga. Fyrr í dag höfðu Wolfsburg, Bayern Munchen og RB Leipzig gert jafntefli svo staðan við toppinn er mjög spennandi.

Thorgan Hazard virtist vera að koma heimamönnum í Dortmund yfir á 33. mínútu en mark hans var dæmt af eftir notkun á VAR.

Hazard lagði þó upp fyrsta og eina mark leiksins þegar hann fann Marco Reus sem skoraði með góðu skoti á 58. mínútu. Reus og Hazard eru báðir fyrrum leikmenn Mönchengladbach.

Roman Burki, markvörður Dortmund, bjargaði sínu liði með flottri markvörslu á 90. mínútu þegar hann varði frá Alassane Plea.

Mönchengladbach var fyrir umferðina í toppsætinu og er þar enn þrátt fyrir tapið en stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Spennan á toppnum er mikil en Schalke getur hirt toppsætið með sigri á Hoffenheim á morgun.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner