Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ekki með í bók Wenger: Því hann vann mig aldrei
Mourinho er við stjórnvölinn hjá Tottenham þessa dagana en Wenger hefur ekki tekið við nýju félagi eftir 22 ára dvöl hjá Arsenal.
Mourinho er við stjórnvölinn hjá Tottenham þessa dagana en Wenger hefur ekki tekið við nýju félagi eftir 22 ára dvöl hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal og núverandi starfsmaður FIFA, gaf út sjálfsævisögu í síðustu viku en minntist ekki einu orði á fjandskapinn við sinn fyrrum keppinaut Jose Mourinho.

Mourinho kom sem stormsveipur inn í enska boltann þar sem hann tók við Chelsea, bætti ýmis met og vann úrvalsdeildina. Honum fannst gaman að skjóta á Wenger og gekk mjög vel í fjandslögunum gegn Arsenal.

Mourinho var spurður út í ástæðu þess að Wenger ákvað að minnast ekki á fjandskapinn í sjálfsævisögunni og var Portúgalinn að sjálfsögðu tilbúinn með skot á franska prófessorinn.

„Það er því hann vann mig aldrei. Þú ert ekki að fara að gera kafla um 12 eða 14 leiki þar sem þú vannst aldrei. Af hverju ætti hann að tala um mig í bókinni sinni, sjálfsævisaga er eitthvað sem ætti að gera þig stoltan og hamingjusaman. Þannig ég skil hann vel að sleppa mér," svaraði Mourinho.

Mourinho og Wenger áttu ansi heitar rimmur bæði í fjölmiðlum og á hliðarlínunni en Mourinho hafði betur í 10 leikjum af 19. Wenger vann tvo leiki og sjö enduðu með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner