Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. október 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að spila á Íslandi næsta sumar - „Verið í sambandi við þjálfarana"
Eftir góðan leik með HK í sumar.
Eftir góðan leik með HK í sumar.
Mynd: Twitter/valgeir29
Stefán Ingi Sigurðarson var einn best leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar þegar hann lék með HK á láni frá Breiðabliki. Stefán fékk leikheimild í byrjun maí og lék þrettán deildarleiki áður en hann hélt til Bandaríkjanna í ágúst. Í þeim þrettán leikjum skoraði hann tíu mörk og vann sér inn sæti í liði ársins.

Tölfræði Stefáns í bikarkeppninni var svo virkilega góð, í raun frábær. Hann spilaði tvo leiki í keppninni í ár og skoraði alls sex mörk. Hann endaði markahæstur í keppninni ásamt þremur öðrum en þeir léku fleiri leiki.

HK-ingar ætla að reyna fá Stefán aftur í sínar raðir. „Hann hefur verið í skóla í Bandaríkjunum á veturnar og verið í láni á sumrin. Hann er að klára núna um áramótin. Af mínum samtölum við hann þá leið honum vel við okkur. Ef hann er fáanlegur þá mun félagið reyna að fá hann," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Stefán var hjá Grindavík hluta af tímabilinu 2020 og sumarið 2021 var hann hjá ÍBV.

Stefán er 21 árs gamall sóknarmaður sem er útskrifast úr Boston College í lok árs. Hann er samningsbundinn Breiðabliki út næsta tímabil og stefnir á að spila á Íslandi næsta sumar.

„Ég klára skólann núna í desember og mæti í kjölfarið heim til að einbeita mér að undirbúningstímabilinu á Íslandi," sagði Stefán við Fótbolta.net.

Stefán sagði í viðtali fyrir rúmu ári síðan að hann setti stefnuna á nýliðavalið í bandarísku MLS-deildinni. „Þetta er frekar fjarlægur möguleiki en stefnan samt klárlega sett á þetta. Eftir fyrsta tímabilið kom upp umræða um að setja mig í nýliðavalið," sagði Stefán meðal annars.

Hann segir að hann það hafi áfram komið til greina að láta reyna á nýliðavalið en hann hefði tekið ákvörðun um að koma heim til Íslands að námi loknu.

Hefur hann átt eitthvað samtal við einhvern hjá Breiðabliki varðandi næsta tímabil?

„Ég hef bara verið í sambandi við þjálfarana eins og eðlilegt er," sagði Stefán sem byrjar að æfa með Breiðabliki þegar hann kemur heim frá Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner